Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 138
138
að sveima næst þvf sem eg tek orðið (= þarna ; Vol.
I 489). — „Fæði ek þik á morgun“ segir þ>órr ein-
mitt af því að hann kemur að sundinu um kveld, eptir
að hann er nýbúinn að matast.
priðji staðurinn f Hárbarðsljóðum er þessi: „Sif
á hó heima“; „hó“ stendur í „konungsbókinni“ (Cod.
Reg.) og f öllum útgáfum, að eg held, en Gr. V.
breytir þvf þegjandi og orðalaust f ,.liór“ (af „hórr“),
enda þýða allir það „hórkarl“, adulter, og f Corp.
poet. „paramour11. Að „eiga hór heima“ er eins ólíkt
fornaldar-hugsun eins og að „eta í hvíld“. „Hó“ er
sjálfsagt rétt; hór er ketil-hadda, hér höfð um ketilinn
sjálfan (pars pro toto). Hó-ketill er látið vera manns-
nafn (f sögu Herrauðs og Bósa); „ef maður fær á-
blástur á varir, þarf ekki annað en fara f eldahús og
kyssa hóinn þrisvar, og kveða þetta í milli: heill og
sæll hór minn“ (ísl. f>jóðs. II 553); ef maður hristir
hóbandið með ketilkrókunum (sst. 549). Að vísa karl-
manni til kvennaverka, f eldahús og til soðketils, var
einhver hin mesta smán sem orðið gat í orði í forn-
öld, og það er sjálfsagt meiningin hér; enda segir
f>órr að þetta sé hið versta sem við sig verði sagt,
og í fornöld var miklu harðara tekið á þess konar en
á mörgu öðru1. Hreinlffi eða skfrlffi var aldrei ein-
kenni norrænnar fornaldar, þótt sumir hafi geipað
um það.
„Vígroði“ í „verpr vfgroða of víkinga“ tekur G.
V. (Vol. I 491) = norðurljós „rauðleit eins og þau
sjáist á Suður-Englandi og Frakklandi“. Langt er nú
sumt sókt! Eins og norðurljósin séu aldrei rauð yfir
I) |>að sem stendur i Njálu um að Helgi Njálsson var færður t
kvennföt, til að komast úr brennunni, og í sögu af Hrómundi Greips-
syni að Hrómundr var látinn mala á kvörn í kvennskrúða, verður
að skoðast allt öðruvísi.