Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 114
114
fiska vörmu hafanna; aptur á móti eru hvergi eins
fagrir kuðungar og i hitabeltinu. fað er raunar auð-
vitað, að slepja sjódýranna gjörir þau viðbjóðsleg í
augum flestra manna, einkum þeirra er í rauninni ekk-
ert hirða um að skoða náttúruna, en þessi slepja er
einmitt þeim til vamar, bæði fyrir áhrifum sjáfarins
og árásum annara dýra. — í sjónum lifa og hin
stærstu dýr hnattarins, en það eru hvalakynin, enda
mundu þau hvergi annarstaðar geta verið á hnettin-
um, eptir öllu eðli sínu og sköpulagi. Sjórinn er lopt-
ið yfir sjáfarbotninum, eins og loptið er sjór yfir þurr-
lendinu. Vér getum allt eins sagt um hvalina, að þeir
fljúgi í sjónum, eins og þeir syndi, því að þeir eru á
lopti, þótt þeir eigi hafi vængi; og enn fremur gæt-
um vér sagt að fiskarnir fljúgi, því að uggarnir eru
vængir þeirra. Eins er og mikill fjöldi dýra, sem aldr-
ei geta synt eða flogið í sjónum, heldur ganga þau
og skríða á sjáfarbotninum, til að mynda ígulkerin;
aptur eru sum eins og hvalirnir, að þau mega eigi
koma of grunnt, eða fara af floti, því þá „stranda"
þau, þeim berst á og þau deyja; þannig eru og mar-
glitturnar.
það er því eigi allskostar rétt að skoða sjóinn
svo sem ófrjóa eyðimörk, þar sem ekkert geti þrifizt,
eins og menn kveða stundum að orði. Hann er þvert
á móti blæja lífsins, sem sveipuð er f kringum jörðina,
þrunginn af lífi og ótal undrum; hann er auðsupp-
spretta þjóðanna og vegurinn á milli landanna, og
þessi vegur er ódýrastur allra, því að náttúran hefir
sjálf lagt hann, og hann eyðist aldrei og verður aldrei
bættur.
Við samningu þessarar ritgjörðar hefi eg notað helzt þessar bækúr:
Maury, Instructions nautiqnes, trad. par Ed. Vaneechout. 1859.
Ferð „Challengers“ í kring um jörðina 1872.
Klöden, Physische Geographie. 1873.