Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 23
23
V.
Svo kemr þá að því, hvernig kosningarréttrinn
er notaðr, eða hve margir kjósa í raun og veru.
þ>etta atriði er ekki þýðingarlaust, því meðan talað er
um alla kjósendr, er í rauninni að eins talað um þá,
sem geta haft áhrif á löggjöf og landstjórn, með því að
kjósa fulltrúa, enn þegar talað er um, hverir hafa not-
að kosningarréttinn, þá er talað um þá, sem hafa áhrif
á hvorttveggja, eða með öðrum orðum, þá sem ráða
hér lögum og lofum gegnum fulltrúa sína, yfirstand-
andi 6 ára tímabil. Af hverjum ioo kjósendum á
öllu íslandi sóttu kjörfund 24.7, eða að eins fjórði hver
kjósandi, eða 1618 manns af 6557. Sé nú hvert kjör-
dœmi tekið fyrir sig, þá sóttu kjörfund af hverjum
100 kjósendum:
í Vestmanneyjasýslu.............................62.5
- Snœfellsness- og Hnappadalssýslu..............56.7
- Norðrþingeyjarsýslu......................... 38.6
- Austrskaftafellssýslu.........................36.0
- Reykjavíkrkaupstað............................35.8
- Kjósar- og Gullbringusýslu....................33.3
- Suðrþingeyjarsýslu............................31.9
- Vestrskaftafellssýslu . 30.6
- Norðrmúlasýslu ...............................30.4
- Borgarfjarðarsýslu ...........................30.2
- Strandasýslu .................................27.1
- Mýrasýslu ....................................26.0
- Húnavatnssýslu ...............................25.8
- Skagafjarðarsýslu.............................25.2
- Eyjafjarðarsýslu .............................17.1
- Rangárvallasýslu..............................16.5
- ísafjarðarsýslu og kaupstað...................14.5
- Suðrmúlasýslu.................................14.2
- Barðastrandarsýslu............................11.8