Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 27
*7
almennum skilningi, þá má kærulítinn kjósanda litlu
skifta, hvort það er a eða b sem valinn verðr, nema
ef hann þekkir annanhvorn þeirra betr enn hinn; og
sé kunningskaprinn ekki svo mikill, að hann geti
komið kjósandanum af stað, þá þarf hann ekki að gera
sér neina samvizku af þvi, því þeir, sem sœkja fund-
inn, velja framfaramann hvort sem er.
Eftir skýrslu, sem sýslumaðr Briem hefir samið
yfir kosningarnar i Skagafirði, þá hafa kjósendr fyrir
innan þrítugt miklu lakar sótt kjörfundinn, enn menn
yfir þrítugt, enn hvort hið sama muni eiga sér stað
annarstaðar, verðr ekki sagt að svo komnu. þ>að er
ekki ólíklegt, að það eigi sér viðar stað, því efnahagr
ungra bœnda er oft bágari enn gamalla, sem lengi
hafa staðið fyrir búi; ungir bœndr eru fremr einyrkj-
ar enn hinir, og mega því siðr missa sig að
heiman.
VI.
Kosningarréttrinn á íslandi er ekki einungis tak-
markaðr við aldr, vissa stöðu á heimilinu o. s. frv.,
eins og i öðrum löndum, heldr er hann líka takmark-
aðr af veðri, vötnum, fjöllum, sjó og vegalengd, og
þessi siðari takmörk eru margoft töluvert ófrjálslynd-
ari enn stjórnarskráin, að minsta kosti með þeim
kosningarlögum, sem nú eru í gildi.
Til þess að hœgra væri að sœkja kjörfundi, yrði
eflaust að breyta kosningarlögunum. Ef að eins væri
hugsað um að breyta þeim sem minst, þá mætti tölu-
vert bœta úr því, sem nú er að, með því, að gera 2
kjördœmi úr öllum þeim sýslum, sem kjósa 2 þing-
menn. f>að væri að eins breyting á 18. gr. laganna.
Þótt þessi breyting væri lítil, þá bœtti hún þó tölu-
vert fyrir nokkrum hinum víðlendustu sýslum landsins,
enn hún leiðrétti ekki hið minsta misjöfnurnar á kjör-