Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 119
119
urnar, Goðrúnar-kviðurnar, Oddrúnargrátr, Atlamál
o. s. frv).
6. Lausavísur, „vlkingavísur“ og fleira.
7. Heiðin ljóð dróttkveðin (Ragnars drápa, Haust-
löng, pórsdrápa, Húsdrápa, Glymdrápa, Hákonardrápa,
Vellekla, Gráfeldardrápa; kveðskapur fleiri skálda).
8. Kristin dróttkvæði (Hallfreðr, f»órðr Kolbeins-
son, Gunnlaugr ormstunga, Sighvatr, Ottarr svarti,
pórarinn loftunga, þórðr Sjáreksson, Gizurr gullbrár-
skáld, Arnórr jarlaskáld, f>jóðólfr Arnórsson, Markús
Skeggjason, Einarr Skúlason og margir aðrir).
9. Ragnars-vísur, ýms kvæðabrot úr sögum,
málshátta-kvæði.
10. Miðalda-kvæði (Merlinus-spá, Grettisfærsla,
Skaufala-bálkr, Danz, Vikivakar, Ólafsríma, Skíðaríma,
íslendinga-drápa, þulur o. s. frv).
Enn fremur eru í bókinni ritgjörðir um átrúnað í
fornöld, um tímatal, um kenningar, um skáldskapar-
hætti og rím, og seinast registur yfir allt saman. En
hér er eigi nærri allt talið það er bókin hefir að
geyma; hún er dýrmætur fjársjóður sem seint mun
tæmdur verða og sem lengi mun verða grundvöllur
margra rannsókna og skoðana, og orsök mótmæla og
stríða; enda má víða skilja á bókinni, að engin bók
hafi áður komið út í heiminum um þetta efni og ekk-
ert verið unnið að norrænni fornfræði og skáldskap
fyrr en nú (t. a. m. I, CXVIII—CXX). Margt er hér
alveg nýtt, og margt betur skýrt en áður (t. a. m.
Völuspá). Niðurskipanin er náttúrlega bygð á skoð-
unum höfundarins, sem raunar eptir eðli sínu og hlut-
arins sjálfs aldrei verða sannaðar með áþreifanlegum
og verulegum rökum; því þó að hann geti komið með
mýmargt f kvæðunum, er minni á „vestræna“ háttu,
þá getur hann samt aldrei sannað, að kvæðin séu eigi
ort af íslendingum, sem hafa farið vestur um haf og