Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 125
125
ingar komu eigi að tómum kofunum þá er þeir vitj-
uðu Englands, því að á þeim öldum var þar mest
menntun á Norðurlöndum, og einungis þar gátu ís-
lendingar fengið áhrif bæði til skáldskapar og annar-
ar menntunar, en hvorki í Norvegi né í Danmörku,
þar sem ekki var til ein einastabók, ekki eitt einasta
ærlegt kvæði. En þrátt fyrir allt þetta finn eg enga
ástæðu til að ætla Eddu-kvæðin ort á Bretlandseyjum,
en að útlendar hugmyndir slæðist inn i skáldskapinn,
það er eðlilegt, og það finnum vér hvar sem vér
leitum.
Höfundurinn heldur enn fast fram þeirri skoðan,
að „Edda“ og ýmislegt annað skylt hafi verið alveg
óþekt á íslandi á miðöldunum. En G. V. sýnist að rugla
saman „Eddu“ og „Eddu-bókum“. „Edda“ er þekk-
ing á hinum fornu sögum, goðasögum og átrúnaði,
kendum heitum og ókendum; en þessi þekking þarf
eigi að hafa verið sett á bók, menn gátu haft hana
fyrir því. Bæði Arngrímur lærði og rimnaskáldin hafa
einnig ruglað saman „Eddu“ og „Eddu-bók“; en þar
sem sagt er, að Arngrímur hafi eigi þekt Eddu af
því hann nefnir hana ekki, þá er það „negativt“ ; vér
vitum ekkert um það, hvers vegna hann ekki nefnir
hana; vér nefnum heldur ekki allt sem vér þekkjum,
sumu gleymum vér, sumt höfum vér eigi tækifæri til
að nefna; sbr. hér Vol. I 407: „if Ari knew it, he
does not use it“; sömuleiðis gat Arngrímur þekt Ara,
þótt hann eigi nefni hann, en það má ætla sem víst,
að á Arngríms dögum kunnu menn eigi að meta Ara
eins og oss hefir síðan verið kent. Hinir mörgu stað-
ir, sem G. V. tilfærir í Vol. I,XXVII og II 560—561
upp á það að rímnaskáldin hafi eigi þekt né kunnað
Eddu („aldrei hef eg Eddu lært“, „engin hef eg á
Eddu skil“, „önga lærði eg Eddu ment“ o. s. frv.) —
þeir eru, með leyfi að segja, tóm lygi úr rímnaskáld-