Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 10
10
hœfilegleika. Enn til þess að sjá, hvort kosningarréttr
íslands nái tiltölulega langt eða skamt, þarf að bera
hann saman við önnur lönd. Yfirlitið yfir tölu kjós-
enda í þeim löndum, sem talin eru hér á eftir, er tek-
ið eftir ensku hlaði, nema tala kjósendanna í Dan-
mörku, sem er tekin eftir Damnarks Statistik, eftir Willi-
am Scharling og Falbe Hansen, og er hún áreiðan-
leg. Hvort kjósendatalan í hinum löndunum er áreið-
anleg, þori ég ekki að segja, enn hún kemr mikið vel
heim við þær ákvarðanir um kosningarrétt þeirra,
sem mér eru kunnar.
Hlutfall milli íbúatölu og kjósendatölu var:
Kjósandatala.
1. Á Frakklandi 26,3 af 100 .......... 9691261.
2. í Sveiss 24,2 - — 642552.
3. á þ>ýzkalandi 20,2 - — 8523446.
4. i Danmörku 15,0 - — 27^007.
5. á Englandi 11,5 - — 27igsgo.
6. á íslandi g,i - — 6557.
7. í Austrriki 5,g - — 1242^46.
8. i Portúgal 5,4 - — 216688.
g. á Italíu 2,2 - — 605007.
10. i Belgíu 1,8 - — 63278.
Á Frakklandi er þannig kosningarréttrinn rýmstr,
enn þrengstr í Belgíu; tiltölulega .er kjósandatala
íslands næst því, sem er á Englandi, eða svo að segja
hin sama, þvi þessi mismunr sem er, þarf als ekki
að koma af öðru enn þvi, að lægri stéttirnar á Eng-
landi hafa meiri tekjur enn fólk hefir hér á landi, og
að aldrstakmark enskra kjósenda er 21 ár, í stað 25
ára hér.
Eins og sjá má, hefir Frakkland tiltölulega flesta
kjósendr, enda er kosningarréttr ótakmarkaðr þar.
Hver franskr maðr, sem er fullra 21 ára (þ. e.
myndugr eftir þeirra lögum), og hefir borgaraleg og