Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 64
64
allra, gaf hann honum eftir sinn dag með konunglegu
staðfestingarbréfi alt aflafé sitt fast og laust, enn erfða-
fé sitt, sem vóru L hnd. í jðrðum, gaf hann nákomn-
ustu lögerfingjum sínum, sem vóru brœðr hans J>or-
leifr og síra Gissur. Eókasafni1 sínu skifti hann þann-
ig: Syni Jóhanns fógeta Klein, sem þá var ungbarn,
gaf hann eftir sinn dag allar þær bœkr sinar, sem vóru
á latnesku, grísku og öðrum útlendum málum; enn
islenzkar bœkr sinar, bæði sögubœkr og ýmisleg hand-
rit, gaf hann eftir sig frændkonu sinni, Helgu Magn-
úsdóttur í Brœðratungu og Sigríði Magnúsdóttur í
Gaulverjabœ til helmingaskifta. J>að sögðu lærðir
menn, að alt bókasafn hans mundi ekki hafa kostað
minna enn iooo dali, og þótti það mikið á þeim dög-
um, eftir því peningaverði, sem þá var. Eftir andlát
biskups sótti Jóhann Klein bœkrnar austr í Skálholt.
Finnr biskup segir, „að Br. biskup hafi gefið mörg-
um svo margt, að það yrði ot langt og leiðinlegt mál
að telja það alt upp“.
Ár 1674 gaf Br. biskup upp við eftirmann sinn
meistara f>órð og seldi honum í hendr Skálholts stól
og stað með öllu, sem þeim fylgdi, kviku og dauðu,
og var þetta í sumum greinum meira enn hann hafði
tekið við. Enn alt, sem hann skilaði af sér, var ritað
í sérstaka bók, með hinni mestu reglu, og eins eftirrit
af öllum bréfum og gerningum, sem snertu dómkirkj-
una, og átti þessi skrá að vera geymd hjá einhverjum
erfingja hans, svo ekki yrði frekara tilkall gert til
þeirra um útsvörun á Skálholts staðar eða kirkjufjám.
Annað samrit fékk hann eftirmanni sínum. Hann
áskildi sér lítinn part af túni, engjum og úthaga
heima á staðnum fyrir lítið bú, húsrúm fyrir vinnufólk
I) Allar bœkr sínar auðkendi hann með L eða 2 L, sem átti að
merkja: lupus loricatus, eða: brynjaðr úlfr = Brynjúlfr.