Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 74
74
ig óyggjanda merki um hvað línunni líður; þá er
skipið þegar stöðvað — því við slíkar rannsóknir er
það látið fara nokkrar klukkustundir i senn hægt og
hægt áfram, til þess að draga háfinn í botninum —
þá er línan að vörmu spori gefin laus og reynt til að
losa háfinn. Allt þetta er framkvæmt með gufuvélum,
því svo stórkostlegar tilraunir verða eigi framdar með
handafli eður líkams krapti manna ; en þetta höfum
vér ritað til þess að gefa mönnum hugmynd um, hve
mikið menn leggi í sölurnar, og hve mikinn krapt og
hagsýni þurfi til þess að stunda þessa grein vísind-
anna. f>ví að þar sem sú var áður trúa manna, að
lítið eður ekkert lifanda væri að finna í dýpstu fylgsn-
um sjáfarins, þá hafa nú rannsóknirnar gjörsamlega
eytt þeirri kenningu. Vér munum siðar drepa áþetta
betur.
Yfirborð sjáfarins hlýtur hvervetna að mynda
rétt horn við grunnsökkulínuna, sem rennt er niður í
djúpið ; það er að segja, að spegilsléttum sjó, því vér
tökum eigi mark á þeim ósléttum, sem á sjónum verða
af öldum og ylgju. Yfirborð sjáfarins er því allstað-
ar jafn langt frá miðpúnkti jarðarinnar. Sjórir.n er
einnig í stöðugu jafnvægi; sérhver truflun hans eður
ókyrð hans á sér eigi stað nema um stundar sakir> og
því getur ekkert sjáfarflóð gjört allsherjar eyðileggingu
eða lagzt yfir löndin ; því ef svo væri, þá hlyti sjórinn
að vaxa eða verða meiri, uns hann loksins yfirgnæfði
allt þurrlendi ; en vöxtur og þverran hans er einung-
is flóð og fjara, eða með öðrum orðum : hann færist
til og frá í kring um hnöttinn og er þó alltaf í jafn-
vægi og jafn mikill, sem síðar mun sagt verða. En
þó að sumstaðar leggi lönd í eyði af sjógangi, þá nær
slíkt eigi nema yfir lítinn hluta þurrlendisins i senn,
en er ekkert allsherjarflóð. Vér vitum og, að viða þar
sem land þverr, eða vex, þar er opt svo að orði kveð-