Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 21
9. í Skagafjarðarsýslu..........................71.5
10. - Húnavatnssýslu............................68.1
11. - Norðrþingeyjarsýslu ......................66.8
12. - Suðrþingeyjarsýslu........................64.9
13. - ísafjarðarsýslu og ísafirði ..............61.2
14. - Snæfellsness- og Hnappadalssýslu . . . 61.1
15. - Borgarfjarðarsýslu........................60.9
16. - Eyjafjarðarsýslu og Akreyri...............60.5
17. - Vestmanneyjasýslu.........................59.2
18. - í Suðrmúlasýslu...........................59.2
19. - Kjósar- og Gullbringusýslu . . . . . . 56.9
20. - Reykjavíkrkaupstað .......................53.2
í staðinn fyrir að fá 30 þingmenn kosna, hafa
þingmannaefni a-flokksins fallið í kjördœmunum 1—10,
þeir hafa sigrað með mestu naumindum í kjördœmun-
um 11 og 12, enn unnið góðan sigr í 13—20, enn b-
flokkrinn fengið 16 þingmenn kosna, þrátt fyrir það
að hinir ætluðu honum als engan.
Mismunrinn á kjósandi heimilum í ýmsum sýsl-
um kemr eflaust sérstaklega af sveitarþyngslunum;
menn, sem þiggja af sveit, hafa hvorki né eiga að
hafa kosningarrétt, og að fjöldi búsettra manna, sem
sveitarstyrk þiggja, sé mismunandi eftir kjördœmum
eða sýslum, leiðir af sjálfu sér. 1871 þáðu 804 búsettir
menn sveitarstyrk, og sé sú upphæð dregin frá heim-
ilatölunni 1881, þá iækkar hún um 8%; þó menn
ekki þiggi af sveit, þarf bóndinn þó ávalt að greiða
nokkuð til allra stétta, eigi hann að hafa kosningar-
rétt. Kaupstaðarborgari á að greiða minst 8 kr. til
sveitar, og þurrabúðarbóndinn 12 kr.; svo á hver
kjósandi að hafa búið i kjördœminu 1 ár, ef hann á
að hafa kosningarrétt. þ»ótt sveitarþyngslin hafi ef-
laust mest áhrif á kosningarréttinn, hafa hinar ákvarð-
anirnar það einnig. Ákvörðunin um. að kjósandi
skuli hafa verið 1 ár i kjördœminu, snertir alt landið,