Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 61
6i
biskupi, einkum Daði Halldórsson, sem að miklu leyti
ólst upp hjá honum og kom sér svo í mjúkinn hjá
honum, að hnnn trúði honum fyrir að kenna dóttur
sinni að skrifa og reikna, og annað bóknám. Um
vetrinn 1661 fór Ragnheiðr kynnisferð til frændkonu
sinnar, Helgu Magnúsdóttur í Brœðratungu, og ól þar
sveinbarn, sem var kallaðr fórðr, og lýsti Halldór
Daðason föður að því. Enn Daði hafði þá nýlega
smeygt sér úr biskups þjónustu og vígzt til aðstoðar-
prests hjá föður sinum, enn átti litlu síðar tvibura með
vinnukonu í Skálholti, og varð biskupi það til enn
meiri skapraunar, að hann skyldi hafa lagt dóttur sína
og hina lökustu ambátt að jöfnu. Síra Torfi Jónsson
prófastr var fenginn til að segja biskupi þessa harma-
sögu. Setti hann þá hljóðan um stund, þangað til
honum hrutu af munni þessi orð Egyptalandskonungs:
„mala domestica sunt majora lacrimis", eða: heimilis-
böl er þyngra enn svo, að það taki tárum1. Dóttir
hans tók sér þetta svo nærri, að hún lifði ekki nema
rúmt ár, og dó af hugarangri á langaföstu 1663, 22.
ára gömul. Sama ár útvegaði biskup konungsbréf, er
veitti henni uppreist, eins og hún væri óspjölluð. Síra
Daði varð að láta úti í rétt og ráðspjöll 60 hnd. í fast-
eign, og gekk til þess jarðagóz foreldra hans, og þar
að auk 60 hnd. í lausafé, sem frændfólk hans gaf
honum að miklu leyti, og fyrir andvirði þessara jarða
lét biskup koma Ás og Dvergastein á Austfjörðum,
sem hann gaf fyrir prestsetr (eins og áðr er sagt),
svo það rinni ekki inn til sín eða erfingja sinna. Enn
Daða gat hann lengi hvorki heyrt né séð, og kvað
hann hafa orðið sér að fótakefli, viðlíka og Daði í
Snóksdal hefði orðið forföður sinum Jóni biskupi Ara-
syni, sem ekki mátti hallmæla svo hann heyrði. fó
I) Ofan á þetta bœttist, að tæpum meðgöngutíma áðr enn dóttir hans 61
barnið hafði bann látið hana vinna eið að þvi, aðhún hefði engan mann lsent.