Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 25
25
sé í vali, því þá kemr heldr sá kjósandi, sem hefir
augastað á einum eða tveimr, enn vill ekki hina. J»að
mun ekki hafa stutt lítið að þvi, hve fáir kjósendr
sóttu fund, bæði í Eyjafjarðarsýslu og Dalasýslu síðast,
að í hinni fyrnefndu sýslu buðu sig að eins fram tveir
menn, sem báðir vóru álitnir sjálfsagðir, og að eins
tvo skyldi kjósa, og i Dalasýslu bauð sig að eins i
þingmaðr fram, sem sýslubúar einnig vóru samhuga
um að velja.
Vegalengdin ræðr þó mestu um það, hvernig
kosningar eru sóttar, og af útreikningnum um það,
hve margir kjósendr að tiltölu hafi sótt kjörfundi, þá
má draga þá reglu, að þvi minna sem kjördœmið er,
þess fleiri kjósi. þannig standa Vestmanneyjar, Norðr-
þingeyjarsýsla og Reykjavík mjög hátt, enn aftr á
móti Rangárvalla-, ísafjarðar- og sér i lagi Árnessýsla
mjög lágt. Enn reglan er langt frá því að vera al-
gild, eins og geta má nærri, þar sem svo margar aðr-
ar orsakir koma saman, og svo alt að siðustu er
komið undir frjálsum vilja hvers kjósanda. Sumir
hreppar, sumir bœir, og jafnvel heilir partar úr
sýslum eru settir svo, að þeir sjaldan eða aldrei
geta haft nein veruleg áhrif á kosningar; sumum kjör-
dœmum háttar svo, að sé kosið á vissum stað í sýsl-
unni, getr helmingr sýslubúa sótt fundinn, enn hinn
helmingrinn að eins með miklum erfiðleikum. Víða
verða kjósendr að taka sig upp tveim dögum fyrir
fundinn, til þess að ná þangað nógu snemma, og
verða þannigað vera 4 til 5 daga að heiman, sem eigi
er hentugt um heyskapartimann, og sumir útkjálkar
eru svo settir, að það eru aldrei nein líkindi til að
neinn sœki þaðan á kjörfund; þannig ímynda ég mér,
að Eyfirðingum mundi koma á óvart, ef Grímseyingar
fœri að sœkja kjörfundi þeirra. Enn hverju vegalengd-
in hefir 1 áðið við síðustu kosningar, má bezt sjá af