Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 19
19
í Suðrþingeyjarsýslu......................8.0 af ioo
— ísafjarðarsýslu’ og ísafirði............7.8 - —
Væri kjördœmunum raðað eftir því, hve margir
af hundrað karlmönnum hafa kosningarrétt, þá yrði
röðin hér um bil sú sama; Reykjavík yrði ofar í röð-
inni, því að þar er jafnan meira af kvenfólki að til-
tölu, enn annarstaðar, sem kemr af þvi, að þar eru
fleiri stúlkur í hjúastétt enn vinnumenn. Á sama hátt,
og að líkindum af sömu ástœðum, fengi Vestmanneyj-
ar hærra sæti, og yfir höfuð virðist það vera regla,
að þess fleira kvenfólk sem er að tiltölu í kjördœminu,
þess fleiri af karlmönnum þess hafa kosningarrétt, og
kemr það ekki sízt heim í Norðrmúlasýslu, þar sem
að eins 16.4 karlmenn af 100 hafa kosningarrétt, enn
þar er lægstr kosningarréttr þeirra, því sýslan er sú
eina á öllu landinu, sem hafði færri konur enn karla
1880.
Meðan kjósendr eru frá 7.8—10.4 af hverjum
hundrað manns i kjördœmum landsins, og frá því að vera
16.4 í Norðrmúlasýslu til 22.7 af öllum karlmönnum í
Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, er enn meiri munr
á því, hve mörg heimili að tiltölu hafa kosningarrétt í
einstökum kjördœmum út af fyrir sig. Setjum að hér
á landi væri 2 þingflokkar, sem kalla má a-flokkinn
og í-flokkinn, og þeir væri rótgrónir í meðvitund al-
þýðu, svo að þingmannaefni, sem ekki teldi sig til
annarshvors flokksins, hefði engin líkindi til að kom-
ast á þing. Nú ætti að kjósa til þings, og flokkrinn
a, sem vissi, að af hverjum 100 heimilum á íslandi
hefði 66,g kosningarrétt, setti sér að fá 34 kjósandi
heimili af hverjum 100 á öllu landinu til að velja sína
menn, og þœttist svo viss um, að hér um bil allir
þingmenn yrði valdir af sínum mönnum, ef það tœkist.
Maðr skal svo hugsa sér, að flokkrinn b ætli sér að
2*