Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 7
7
liðugum 5. hlut þess mannfjölda, sem flest kjördœmi
hafa; einn einasti maðr á Vestmanneyjum á því eft-
ir kosningarlögunum að hafa jöfn áhrif á skoðanir al-
þingis, og hér um bil þrír Norðr-|>ingeyingar, fjórir
Skagfirðingar, fimm Reykvíkingar, sex Snæfellingar
og sjö Suðr-þingeyingar.
fótt kosningarlögunum væri lítið breytt að öðru
leyti, þá mætti þó breyta kjördœmunum nokkuð frá
þvi, sem er, svo þau yrði jafnari, enn til þess þyrfti
einnig, að kjörstaðir gæti verið fleiri enn einn í sama
kjördœmi. Væri Vestmanneyjar iagðar saman við
Austr-Skaftafellssýslu, til þess að kjósa 1 þingmann,
og þá kosið í báðum sýslunum, enn Rangárvalla og
Árnessýsla látnar kjósa 5 þingmenn í stað 4, og
nokkur hluti Suðr-þ>ingeyjarsýslu látinn kjósa í norðr-
sýslunni, þá væri undir eins nokkuð leiðrétt. Enn
það væri naumast nóg, því margt væri óleiðrétt fyrir
því. þ>egar að eins er hugsað um, að kjördœmin hafi
nokkurn veginn jafnan mannfjölda, án þess að fara út í
það, hvernig kosningunum ætti að koma fyrir, þá ætti
þ>ingeyjarsýsla og Múlasýslurnar báðar að eins tilkall
til 5 þingmanna eftir fólkstölunni, enn nú velja þær 6.
Skaftafellssýslur og Vestmanneyjasýsla með 1 eða 2
hreppum úr Rangárvallasýslu ætti að eins að velja 2
þingmenn; nú velja þessar sýslur 3. Væri þá ekki
meira breytt, yrði þingmenn 28. Aftr á móti ætti
Árnessýsla, Kjósar- og Gullbringusýsla og Reykjavik
að velja 6 þingmenn, í stað 5. og þó örðugt gæti
orðið að koma því fyrir, ætti Snæfellsness- og Hnappa-
dalssýsla, Barðastrandasýsla og ísafjarðarsýsla að
velja 5 þingmenn, þar sem þær nú velja 4. þ>á væri
þingmenn aftr orðnir 30. þ>ess utan gæti nokkrir
Eyfirðingar valið með Skagafirði t. d. nokkur hluti
Svarfaðardals, enn Hrútafjörðr allr, og ef til vill
nokkuð af Miðfirði í Húnavatnssýslu, valið með Stranda-