Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 142
142
vér verðum að gæta þess, að bókin er gjörð fyrir
Engla en eigi fyrir íslendinga. þannig er Ord =
Oddr, Ordrun = Oddrún (en þó er ritað „Oddrúnar
grátr“); Thorrod fyrir þórður; Rimegerd fyrir Hrím-
gerðr, Hawk fyrir Haukr, o. s. frv. Viða eru auk-
nefni þýdd, t. a. m. Snakes-tongue = ormstunga, eins
og Dasent gjörði í Njálu (Crag-Geir = Skorargeir),
og er það gott þeim sem vel unir, en vér álítum það
smekkleysur. — „ Raven of Wrongwater“ er einn —
getið þið hver það sé; Stefnir heitir „Stephen“, en
Stefáns nafn er miklu yngra en svo. Sum viðurnefni
eru höfð sem aðalnafn, t. a. m. Fair-hair (o: Haraldr
hárfagri). — „Aristophanes Poet“ og „the Western
Aristophanes“ lætur líklega betur i enskum eyrum en
íslenzkum (annars hefir Finnur Magnússon fyrir löngu
komið upp með þessa samlíkingu við Aristophanes, i
Den ældre Edda II 134).
Vér getum ekki stillt oss um að þýða orð höf.
(Vol. I, LXI) um andann í Helga-kviðunum, því þau
eru svo fögur og sönn: „Lífshættir þeir, er sjást af
þessum tilvitnuðu stöðum, sýna, að þeir eru mjög ó-
líkir því sem á sér stað á íslandi1, eptir því sem sög-
urnar lýsa þeim, eigi einungis hverr fyrir sig, heldur
og eptir öllum svip sínum og anda. Hér koma eigi
fram verulegir menn með holdi og blóði, og eigi
heimilis-atburðir, sem sögurnar lýsa opt með stuttum
og næmum orðum; en þessi kvæði sýna fegurðar-hug-
sjónir, himneskan töfra-heim, lausan við hið jarðneska
líf; þau sýna og þær náttúrusjónir sem sögurnar eigi
hafa að geyma“. Og þessi fagra og skáldlega skoð-
un er rituð af hinum sama manni, sem segir á öðrum
stað (Vol. I 571) að Jón þorláksson sé hið mesta
1) Náttúrlega! Skáldið var ekki að kveða um neitt islenzkt efni
B. G.