Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 51
5i
maðr hér á landi, fór hann fúslega eftir ráðum og
tillögum hans. Meðal annars skýrði Brynjúlfr biskup
honum frá, við hve bág kjör prestaekkjur hér ætti að
búa, því þær nyti ekki ndðarárs, eins og annarstaðar,
heldr misti þær uppeldi og ábýli undir eins og menn
þeirra dœi, og yrði að flytja burt af prestsetrinu í
næstu fardögum eftir fráfall þeirra, hve nær sem það
bæri að á fardagaárinu, þó það væri rétt fyrir fardaga,
ef eftirmaðrinn heimtaði það. Fyrir milligöngu Brynj-
úlfs biskups við höfuðsmanninn og höfuðsmannsins við
konung komst sú lögun á þetta, að þegar á næsta
ári 1650 kom út konungsbréf um náðardr presta-
ekkna, að það skyldi byrja í næstu fardögum eftir frá-
fall prestsins, og skyldi prestsekkjan njóta bæði prest-
setrsins og allra preststekna af brauðinu það ár, til
næstu fardaga þar eftir, enn þær skyldi kosta þar
prestsþjónustu. Öll vogrek hér á landi hafði konungr
tekið til sín, sem sést af konungsbréfi frá 1595; enn
fyrir milligöngu Brynjúlfs biskups og höfuðsmannsins
leyfði konungr með bréfi 3. maí 1650, að þau vogrek
úr furu, eik og brenni, sem kæmi á fjörur kirkna,
mætti falla undir þær, þeim til viðhalds og viðreisnar.
Brynjúlfr biskup átti mikinn og góðan þátt í stofnun
spítala fyrir holdsveika hér í landi. Eftir langa mœðu,
og með fylgi biskupanna og lögmannanna, bauð kon-
ungr 1652 að stofna hér 4 spítala, einn í hverjum
landsfjórðungi, og gaf til þess 4 jarðir, sem sé: Hörgs-
land í Kirkjubœjar kirkjusókn fyrir austan, Klaustrhóla
í Grímsnesi fyrir sunnan, Hallbjarnareyri í Eyrarsveit
fyrir vestan og Möðrufell í Eyjafirði fyrir norðan. J>ó
landsmenn væri hvattir til að leggja fé til þessara
spítala, hafði það lítinn árangr, og eins munaði lítið
um þær sektir, sem áttu að falla til þeirra, og meira
um það, sem lögtekið var, að af hverju því skipi, er
4’