Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Blaðsíða 66
66
runt). Litlu síðar, um sólstöður, fór hann að finna til
dofa og máttleysis í hœgri hendi og fœti; þó gat
hann fyrst gengið út og í kirkju, eins og hann var
vanr; enn bráðum ágerðist þetta svo, að hann lagðist
í rekkju og lá mánaðar tíma, þó ekki þungt haldinn,
til 4. dags ágústmánaðar (1675); hann bjóst við dauða
sínum og var þjónustaðr 9. s. e. Tr., sem þá var 31.
júlím. þ>órðr biskup var fyrir viku riðinn að heiman í
vísítatsíuferð um Vestfjörðu, og var fátt manna fyrir á
stólnum. Dómkirkjuprestrinn, síra Einar Einarsson
var oft hjá Br. biskupi og talaði við hann honum til
skemtunar, og hinn 4. d. ágústm. vakti hann hjá hon-
um um kveldið og fram á nótt til aftreldingar; var
þá biskup með glöðu bragði og hressari enn áðr; enn
er prestrinn var burt genginn, kvaðst hann vilja búa
sig til svefns og sagði smásveini sínum, Olafi Ás-
mundssyni, sem seinna varð prestr eystra á Kirkjubœ
í Tungu, að leggja sig til svefns um stund og vitja
sín aftr síðar; snéri hann sér þá fram í rúminu;
breiddi Olafr ofan á hann og hagræddi koddanum,
eins og hann sagði fyrir, gekk burt, lagði sig til
svefns og bað einhvern, sem vakti, að vekja sig á til-
teknum tíma, sem og var gert um sólar uppkomu, og
sem Ólafr kom aftr í svefnherbergið, sá hann, að
biskupinn hafði snúið sér upp til veggjar og lagt
höndina undir höfuð sér á koddanum; hélt sveinninn
fyrst, að hann svæfi, enn er hann gáði betr að, sá
hann, að biskup var dáinn. f>etta var á fimtudags-
morgun 5. d. ágústm. 1675, og lifði því Brynjúlfr bisk-
up 70 ár, sex vikum fátt í, og var biskup 36 ár, að
meðtöldu hans uppgjafa ári. Síra Torfi Jónsson próf-
astr lét gera útför hans sem virðulegasta, og við
jarðarför hans var múgr og margmenni saman komið.
Brynjúlfr biskup vildi hvorki láta grafa sig innan