Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Blaðsíða 3
3
er það tók að byggjast, að fé gengi þar sjáfala um
vetr1. Gátu menn þá, er að eins þurfti lítið að heyja,
gefið sig við veiði, er næg var bæði í sjó og í vötn-
um; en fljótt komust menn þó að raun um, að ísland
var ekkert blíðviðrisland og að kvikfénaðarræktin var
því að eins viss atvinnuvegr, að til væri handa pen-
ingnum bæði hús og hey. Flóki Vilgerðarson, sem
einn vetr var á Barðaströnd, misti um vetrinn allt
kvikfé sitt, af því að hann hafði eigi látið afla
heyja handa því um sumarið, enda var þá, einsog opt
hefir síðan verið, kalt vor og komu hafísar2. Kvik-
fénaðr, sem landnámsmenn fluttu með sér, var: naut-
peningr, sauðfé, svín, geitfé og að líkindum gæsir og
hænsni, því að þeirra fugla er seinna meir getið, sem
alifugla, og skal eg nú stuttlega skýra frá sérhverri
þessari tegund fyrir sig.
f>að er engum efa bundið, að nautpeningsræktin
hefir til forna verið miku meiri hér á landi en á seinni
timum, einsog nú mun sýnt verða. Landnámsmenn
höfðu með sér hingað nautpening eigi síðr en annan
fénað, og fjölgaði honum brátt, enda var þá landið svo
á sig komið, að hann gat jafnvel gengið úti vetr og
sumar, eptir því sem sögurnar segja. Sem dæmi upp
á þetta má til færahina alkunnu söguum kúna Brynju,
sem hvarf frá f>óri, er bjó í Hvammi fyrir sunnan
Hvalfjörð; fannst hún löngu síðar með 40 nautgripum,
sem allir vóru undan henni komnir3, og er Brynjudalr
í Kjós, þar sem hún fannst, við hana kendr; en með
því að Refr hinn gamli, er átti land þar, er hún fannst,
1) Egils s. kap. 29. bls. 88.—89. Landn. I. kap. 17. bls. 53.
Vatnsd.s. kap. 10. bls. 27.
2) Landn. I. kap. 2. bls. 30.
3) Landn. I. kaji. 6. bls. 46.
1*