Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Page 4
4
vildi helga sér nautin, börðust þeir fórir, og féll þá
f>órir og 8 menn hans.
Að ákveða kúafjöldann á landinu er að vísu vand-
hæfi hið mesta, og verðr auðvitað að meira eða minna
leyti ágezkun, en þó vill svo vel til, að á nokkrum stöð-
um í sögunum er getið um kúafjöldann á einstökum
heimilum og gefr það góðar bendingar. Guðmundr
hinn ríki á Möðruvöllum í Eyjafirði hafði á búi 120
kýr, enda var hann einhver hinn ríkasti höfðingi lands-
ins á síðari hluta 10. aldar. f>á er Hörðr Grímkelsson
kom hingað út af Gautlandi, þar sem hann hafði um
langan aldr dvalið og kvongazt þar jarlsdóttur, kúg-
aði hann móðurbróður sinn Torfa Valbrandsson til að
láta af hendi við sig fé það, er hann átti hjá honum,
og fékk Torfi honum þá jörðina Breiðabólstað í Reyk-
holtsdal og með henni 30 kýr, og má af slíku marka,
að eigi hefir Torfi haft allfáar kýr, er hann mátti svo
margar af hendi láta frá sínu búi. Á Sæbóli vestra í
Haukadal, þar sem þeir bjuggu, forkell, bróðir Gísla
Súrssonar, og forgrímr mágr hans, vóru 60 kýr, og
stóðu 30 kýr hvorum megin í fjósinu, og hefir það fjós
verið all-stórvaxið. forgils orrabeinsstjúpr tók af
tengdasyni sínum, Bjarna hinum spaka í Gröf, sem
honum þótti hafa fengið of mikið fé með dóttur sinni,
20 kýr og 120 ær, og er auðvitað, að Bjarni hefir ver-
ið búfær á eptir. í Bandamannasögu, — en hún gjör-
ist nú raunar nokkru eptir að söguöldinni er lokið —
er þess getið, að Ospakr særði g1 kýr til bana fyrir
Bergþóri nokkrum í Böðvarshólum, en Bergþór þessi
reifði málið, þá er Ospakr var sekr gjör. Hefir Óspakr
1) íslenzkar fornsögur I. Kaupm.hfn. 1880 bls. 127. Harðarsaga,
kap. 19. bls. 61. Gísla saga Súrssoar, I. Kbh. 1849, bls. 29. Plóa-
manna saga, Rvk. 1884, kap. 30., bls. 60. Bandamannasaga, Kbh.
bls. 42.