Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Blaðsíða 10
10
ill. f>á er og þess getið, að af heimtum vantaði bónda
einn 60 sauði og annan 40, og lýsir það því, að báðir
hafa verið sauðabændr. f>á er þess enn fremr getið,
að Hörðr rænti frá Indriða mági sínum á Indriðastöð-
um í Skoradal 80 sauðum1. þ>ess er annars víða getið,
að menn áttu sauði, enda virðist svo sem menn hafi
lagt fullt eins mikla stund á sauða sem æreign.
f>á er menn bera saman sauðfjárrækt fornmanna
við kúpeningsrækt þeirra, þá er það víst, að kúpen-
ingsræktin hefir verið miklum mun meiri, og er það
Ijóst dæmi þess, að fornmenn vóru búmenn góðir.
Kúpeningrinn er miklu vissari eign en sauðféð, og
þar er fyrst umtalsmál utn verulega jarðrækt, sem
kúpeningr er haldinn, og það því fremr, sem hann er
hafðr fleiri.
Ekki er hægt að segja, hvort sauðféð hefir til
forna yfir höfuð verið fleira á landinu en nú á tímum;
en það er eptirtektavert, að eins opt og minnzt er í
sögunum á verzlun, þá er örsjaldan getið um ull flutta
af landi brott, heldr sífelt um vaðmál og vararfeldi, sem
aðalvöruna. f>að lítr því svo út, sem ullin hafi mest-
megnis verið unnin í landinu sjálfu, og getr það borið
vitni um hvorttveggja, bæði, að sauðfénaðr í samanburði
við fólksfjöldann hafi ekki verið ýkjamikill, og að for-
feðr vorir hafi verið starfsöm þjóð.
f>ví miðr gefa sögur vorar engar áreiðanlegar
bendingar um gagnsmuni af sauðfénaði né um frálag
hans á þeim tímum, því að það sem Grettissaga segir
um dilk Mókollu í f>órisdal, er var með hálfvætt mörs
— fé í J>órisdal var nú raunar hálfu betra til frálags
en annað fé og dilkrinn atgerfi — getr naumast álit-
1) ísl. forns. II. bls. 115. Bandamanna s. Kbh. 1850, bls. 40.
Hávarðar s. ísfirð. Kbh. 1860, kap. 2. bls. 3. Harðar s. kap. 28.
bls. 87