Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Side 31
31
til slátrunar við víst tækifæri, heldr en að það hafí
verið venja að láta geitfé ganga í túni. A svfnahirð-
ingu minnast sögurnar heldr eigi; en eptir því sem
Landnáma segir, gátu þau í fyrstu gengið sjálfala hér
á landi. Af Vatnsdælu má sjá, að þau haf gengið á
fjöllum uppi og það á haust fram, en seinna meir að
minnsta kosti var það þó bannað í lögum, að reka
svín á afrétt. Harðar saga sýnir, að bændr í Svínadal
í Hvalfjarðarstrandarhreppi höfðu svín sín í heimahög-
um, er þeir Hörðr og félagar hans ræntu þeim, enda
var það um vor. Eyrbyggja nefnir töðugölt og Víga-
Glúms saga annan, og hann svo feitan, að hann gat
trautt staðið upp fyrir fitu, enda var honum stolið.
í>að litr svo út, sem geltir hafi stöku sinnum fengið
að ganga i túni, og er Hklegt, að það hafi verið gjört
áðr en átti að slátra þeim, svo að þeir bæði væri vísir,
og fitnuðu því betr. Heimgæsir vóru og reknar í haga
og passaðar eins og annar fénaðr, en ekki þótti Gretti
sá starfi mikilmannlegr, enda fórst honum hann og illa
úr hendi1.
Eigi er getið um sjúkdóma í fé í fornöld, enda
er eigi líklegt, að þeir hafi þá verið jafnmiklir á sauð-
fénu eins og nú er titt; en samt vóru fénaðarvanhöld
eigi litil. Ýmsir menn, er sekir urðu, lögðust út og
lifðu af þvi að ræna og stela fé manna; og þá er
margir slíkir menn urðu saman, svo sem Hólmverjar,
er vóru fæstir milli 70 og 80, en flestir 200, og Hell-
ismenn, er Ingólfr þorsteinsson á Hofi barðist við, þá
má geta nærri, að fjáreign þeirra manna, er næstir
bjuggu slíkum vogestum, hafi verið harla óviss. f>á
urðu menn og fyrir sköðum miklum á sauðfé af óveðr-
1) Njála, kap. 41. bls. 62. Landn. II., kap. 21. bls. 126—127. III.
kap. 3. bls. 177. Vatnsdæla saga. kap. 44. bls. 96. Harðar saga
kap. 28. bls. 88. Eyrbyggja, kap. 20. bls. 94. ísl. forns. I. bls. 60.