Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Side 35
35
inga, heldr og til ferðalaga, og vóru venjulegast 2ux-
ar fyrir sleða hverjum1.
Um akryrkju og skógarvinnu.
í>að er engum efa undirorpið, að fornmenn höfðu
hér kornyrkju; en að fá fulla vissu fyrir því, hversu
hún hafi mikil verið, það mun nú alls eigi unnt. En
upplýsinga i þessu efni sem öðru — þá er vér viljum
kynnast fornöld vorri — verðum vér að leita í sögum
vorum, og kemr þá fyrst til skoðunar saga sú, sem
gjörðist á suðrlandi, að mestu leyti íRangárvallasýslu,
en það er Njála; minnist hún allvíða á kornyrkju.
Gunnar á Hlíðarenda var að sá korni, þá er Otkell
reið á hann ofan; og þá er hann sökum þessa hafði
drepið Otkel, og svo síðan, af því að hann átti hendr
sínar að verja, J>orgeir son hans og marga menn aðra,
og átti að fara útlægr af ættjörðu sinni, þá var það
bæði náttúrufegurðin kringum Hlíðarenda og svo til-
finningin fyrir því, er hann leit yfir hina bleiku akra
á bólstað sínum, sem hann átti nú að yfirgefa, að sér
væri ósamboðið að ílýja féndr sína, sem hreif hann
svo, að hann sneri heim aptr, að heita mátti til að
deyja. Höskuldr Hvítanesgoði var að sá korni á gerði
nokkru skamt frá bæ sínum, þá er hann var drepinn.
í>á er Bergþóra, kona Njáls, spurði Atla, er kominn
var í þeim erindum, að fá þar vist, hvað honum væri
hentast að vinna, þá kvaðst hann vera akrgerðarmaðr.
En bezt sýna þó þessi orð Njálu: „Nú várar snemma
um várit ok færa menn niðr kornsín11, að kornyrkja
1) Njála, kap. 42. bls. 81. Laxdæla, kap. 45. bls. 129. Harðar
saga, kap. 20. bls. 62. ísl. forns. I. bls. 29 og 76. Kormaks saga,
kap. XXIII. bls. 222. Eyrbyggja, kap. 34 og 37, bls. 176 og 188.
Vatnsdæla saga, kap. 34. bls. 75. Dropl. sona saga, bls. 8. Eóstbr.
saga, kap. 12. bls. 42.
3*