Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Page 41
41
bátr. SHka veiði stundaði Grettir meðan hann dvaldi
við Arnarvatn. Færaveiðin er getið um að hafi verið
tíðkuð í vötnum við lækjarósa, og hefir þá ef til vill
verið veitt með stöng; að minnsta kosti er fiskistöng
nefnd f sögum, og lýsir það þvf, að það veiðiáhald hefir
verið fornmönnum kunnugt. í Svarfdæla sögu er getið
um félagsveiði í á. f>eir, sem veiðina stunduðu, gjörðu
skip og veiddu með þvf f ánni fyrir hvers mannslandi?
en er landeigendr kærðu slíkt, var svo skorið úr, að
landhlutr skyldi vera fjórði hlutr veiðar. Sé hér satt
sagt frá veiðiaðferðinni, er án efa átt við ádráttarveiði,
sem stunda varð með bát. Landeigandi eða landnot-
andi höfðu veiði hvor fyrir sínu landi, og að þvf er ár
snerti, veiðina út f miðja ána1.
Eigi var minna um gagnsmuni af fiskiveiðum f
sjó, en af lax- og silungsveiði. Án efa hefir fiskr til
forna gengið nokkur alstaðar að landinu, og er fiski-
veiðanna mjög vfða getið. En þó má sjá, að þá var
eins og enn einn staðr öðrum fiskisælli. Eigi hefi eg f
fornsögum vorum séð, svo að eg muni, getið um fiski-
veiðar við Faxaflóa sunnanverðan, þó að þær hafi án
efa þá verið stundaðar þar. En af þvf hafa menn aptr
á móti sögur, að fiskiveiðar vóru stundaðar austan-
fjalls. J>orsteinn og þórðr, synir Moldagnúps, bjuggu f
Grindavík og stunduðu þar fiskiveiðar. Af Eyrarbakka
var róið, er f>orgils, sonr f>órðar dofna, dró lúðuna g
vetra gamall, og f Vestmanneyjum var veiðistaða af
landi áðr en þær byggðust. Á Breiðafirði vóru fiski-
veiðarnar miklar. Var útróðr mikill og afli bæði á
Snæfellsnesi, f Bjarneyjum, í Hergilsey, og án efa
vfða annarstaðar. Við ísafjarðardjúp var veiðistaða i
Bolungarvfk; þangað ætlaði þormóðr Kolbrúnarskáld
1) Grettis saga, kap. 66. bls. 128. Laxdæla, kap. 68. bls. 167.
Isl. forns. 111. bls. 38 og 48.