Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Page 42
48
með húskörlum föður sins, til að sækja fisk, er hann
kynntist fyrst ástmey sinni £>orbjörgu kolbrún. Húna-
flói var og fiskisæll; vóru útróðrar sóttir mjög af Horn-
ströndum og Vatnsnesi. J>á er og getið fiskiveiða við
Eyjafjörð og þó einkanlega við Grímsey. Áttu ýmsir
menn á landi lendingar í Grímsey, og virðist hún
hafa verið almenningr, eins og nokkuð af Hornströnd-
um. Er þess getið, að í einu reru frá Grímsey 30
skip1.
Fiskr virðist þá á tímum hafa gengið mjög
grunnt — þá vóru hér heldr engir útlendingar á fiski
til að teygja hann frá landi, — enda létu menn sér
hughaldið að fiskrinn fengist einkum á vissum stöðum,
og i þeim tilgangi bjuggu menn sér til fiskimið, en
þeir, sem á miðið gátu sótt, borguðu allir þeim vist
gjald, er miðið setti, og hefir miðið þá án efa verið á
þeim stað, að sem flestir gæti náð til þess og notað
það; um slíkt fiskimið eitt getr Landnáma, nefnil. Kvi-
armið á ísafjarðardjúpi, sem f>uriðr sundafyllir setti,
og tók fyrir það eina á af hverjum bónda í ísafirði.
Af því að fiskrinn gekk grunnt, var stutt róið, skipin
sem róið var fremr litil, og venjulega fáir á, t. d. tveir
og þrir, og virðist svo sem menn hafi þá róið tveim
árum, eins og Færeyingar gjöra enn. Veiðarfærin vóru
þá hvorki kostnaðarsöm né margbrotin, með þvi að þá
var að eins haft haldfærið og öngullinn; það varð fyrst
löngu seinna, að menn þekktu hér lóðir. Sjór var eink-
um stundaðr af þeim, sem við sjóinn bjuggu, og sóttu
sumir mjög kappsamlega. Að vísu er þess getið, að
menn hafi verið í veri og róið árið um kring, en það
munu þó einkum hafa verið einhleypir menn, og vóru
1) Landn. JIII. kap. 12. bls. 271. V. kap. 5. bls. 290. Flóamanna
saga, kap. 11. bls. 17. Laxdæla, kap. 14. bls. 23. tíjarnar saga, bls.
34. Isl. forns. H. bls. 191.