Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Side 46
46
er feija nefnd, sem var svo stór, að upp á henni stóð
bátr, sem settr var út af ferjunni og 3 menn gengu á,
og bendir þetta á, að ferjur og skútur hafa verið all-
stór skip. En þá er eigi vóru i einhverjum sérstökum
tilgangi fleiri menn en þurftu til róðrs, vóru á ferjum
og skútum venjulegast iomenn eða 12. Hafa þær þvi
hér á landi að öllum líkum verið sama sem teinæringar
og ef til vill áttæringar. Hin smærri skipin munu
venjulegast hafa verið höfð til fiskiveiða, en hin stærri
til flutninga og ferðalaga, svo sem þá er menn fóru á
þing eða til viga* 1.
Venjulegt var það, að byggja naust, þar sem skip
vóru, til að geyma þau i; hefir það að líkindum verið
einskonar rétt, sem skipin vóru látin inn f til að hlifa
þeim fyrir veðrum. í naustinu vóru og geymd segl,
möstr, árar, stýri og annað það, er heyrði skipinu til,
og kallaðist það allt til samans reiði. J>á er naustin
vóru vönduð, vóru fyrir þeim hurðir, sem sjálfsagt hafa
verið læstar. f>ar sem rikir menn bjuggu við sjó, létu
þeir gjöra lendingar. Var þá sjávarbotninn, þar sem
lendingin átti að vera, allr hreinsaðr fyrir stórgrýti öllu,
og að likindum hlaðnir út veggir báðum megin við lend-
inguna til hlífðar við sjógangi. Var i slikum lending-
um aðdýpi svo mikið, að jafnvel af stórskipum mátti
ganga þurrum fótum á land, og hefir þeim þá verið
lagt við lendingarkampana. Niðr i fjöruna fram að
sjávarmáli vóru lögð hvalrif, og endarnir festir niðr
með grjóti, og vóru rif þessi höfð fyrir hlunna, þá er
skipin vóru sett á land. í slíkum lendingum gátu skip
legið óhult á floti, ef menn svo vildu. Um slíka lend-
ingu er getið á Laugabóli í ísafjarðarsýslu hjá J>or-
1) Laxdæla saga, kap. 18. bls. 35, kap. 30. bls. 76. Gísla saga,
1. bls. 14. Egils saga, kap. 30. bls. 61. Harðar saga, kap. 23, bls.
74. kap. 27. bls. 82. Grettis saga, kap. 12. bls. 18. kap. 83. bls.
182—88. ísl. forns. L bls. 82. Gull-fóris Baga, kap. 15. bls. 27.