Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Síða 52
52
stundum eigi verið allsmátt, sem einum manni gat
hlotnazt í senn, sýnir mjöðdrekkan, sem Egill Skalla-
grimsson náði á Kúrlandi og full var af silfri og hann
fékk síðan að óskiptu herfangi. En ljósari sögur hafa
menn þó af því, hvers virði gjafir þær vóru, sem ís-
lendingar þágu af konungum og öðrum höfðingjum.
Egill Skallagrímsson þá að bragarlaunum af Aðalsteini,
konungi á Englandi, skikkju dýra og gullhringa 2,
sem báðir vóru til samans 3900 kr. virði eptir þáver-
andi verði á gulli, og rétt áðr hafði þó Egill fengið
af konungi að gjöf gullhring mikinn og góðan og 2
kistur fullar af silfri, er hann skyldi færa föður sínum í
sonargjöld fyrir þórólf, er féll á Vínheiði. Af Arinbirni
vini sínum þá Egill svo mikið silfr, að nema mundi
fast að 10,000 kr., hafi það verið brennt silfr. Fyrir
kvæðið Vell-eklu gaf Hákon jarl Einari Skálaglamm
skjöld einn, hina mestu gersemi. Skjöldrinn var lagðr
gullspöngum og settr steinum, en á milli spanganna
var hann skrifaðr fornum sögum. Skildi þessum var
spillt og gullspengurnar þá teknar af honum; og þá
er þess er gætt, að gullið af skildinum var allt að
3000 kr. virði, má geta nærri, að hann hefir allr eigi
kostað smáræði. Mælt er, að svo miklu gulli hafi ver-
ið ofið í motrinn, er Ingibjörg systir Olafs Tryggva-
sonar gaf Kjartani, að vera mundi 1950 kr. virði, og
var því eigi furða, þótt hann þætti ágætr gripr. þor-
kell Eyólfsson á Helgafelli, seinasti maðr Guðrúnar
Úsvífsdóttur, þá, eptir því sem sagan segir, af Ólafi
konungi helga svo mikið silfr, að það var að minnsta
kosti 24 þúsund króna virði, og kirkjuvið að auk, og
auk þess gaf konungr syni hans Gelli skikkju, hinn
bezta grip. Gelli þessum gaf seinna Magnús konungr
góði auk mikils annars fjár nær 3 þúsundum króna í
gulli. f>að yrði langtmál, að telja upp allar þær gjafir,
er íslendingar þágu til forna af erlendum höfðingjum,