Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Síða 64
64
ina, og með henni breytingunni, umflutningnum, lifi
og vexti, dauða og eyðingu. f>essar gagnstæðu skoð-
anir geta báðar til sanns vegar færzt, en sín á hvorum
stað verandinnar: kyrrðin i rúminu, því rúmið sjálft,
sem staður og heimkynni alls, er sjálft kyrrt; hreyfing-
in og verðandin í tímanum, sem ávallt er á ferð, með
öllu því sem i honum var og verður, lifir og deyr,
breytist og forgengur. Rúmið er hið stöðuga, fasta;
tíminn táknar ávallt hið ókyrra, breytilega, þótt hann
einnig fylgi hvíldinni og líði yfir svefn og dauða. Allt
sem í rúminu er, hreyfist, breytist, verður, forgengur,
lifir, deyr, lifnar, líður undir lok; en rúmið sjálft er
óbifanlegt. Sama er að segja um allt, sem í tímanum
er, með þeim mismun, að tíminn sjálfur einnig er á
sifelldri rás, og þó það sé rangt að segja, að hann sé
í slfelldri breytingu, með því ýyr, nú og síðar koma
ávallt aptur í sömu röð og á sama hátt, þá er það þó
rétt hugsað, að tíminn er aldrei samur, aldrei kyrr, eða
sem kemur í sama stað niður, að hann er stöðugur
vottur ókyrrðar og breytingar, en hvíldar að eins að
svo miklu leyti, sem hún skiptist á við starfsemd og
hreyfingu.
Fyrir hugsuninni eru tími og rúm, hvort um sig,
þótt hvort á sinn hátt, óendanleg. þau hafa takmörk
innan sjálfra þeirra landareignar, en engin takmörk
fyrir utan eða handan sig; þau hafa því fyrir hugsun-
inni, hinni mannlegu, hreinu hugsun, hvorki upphaf né
endi. Hversu víðan og stóran sem þú hugsar þér
heimsgeiminn, þá spyr hugurinn eigi að síður, þegar
takmarkið á að setja: hvað er fyrir handan, hvað fyrir
ofan og neðan ? Hugsuninni er ómögulegt að slá utan
um heimsrúmið. Annaðhvort skapar hún sér aðra heima,
eða myrkur, eða þá Ijós, eða „tómt“ lopt, eða einhvern
tómleika, sem þó er — rúm. Sama er að segja um
tímann. Hver hefir nokkurn tíma getað hugsað sér —