Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Qupperneq 69
fi9
þar. Ennfremur virðast flutningar hinna svo nefndu
dauðu efna, hinna náttúrlegu líkama, t. d. elds, jarðar
(steina) o. s. frv., benda til þess, ekki aðeins að rúmið
sé eitthvað sér, heldur og að það hafi sitt vissa eðli.
Hver hlutur flytst eptir eðli sínu, sé hann ekki hindr-
aður af stærra krapti, sumt upp á við, eins og eldur-
inn, sumt ofan á við, eins og steinninn. Er það því ekki
eingöngu fyrir skilningu1 vorri og skilningi, að til er
uppi og niðri. pað er einnig i eðli hlutanna. Uppi er
þá þar, sem eldurinn og allt hið létta leitar til, niðri er
þar, sem steinninn og allt hið þunga sækir að. Jafnvel
þeir, sem tala um tómleika, hugsa sér þó stað eða
rúm fyrir sjálfan þennan tómleika ; þeir svipta staðinn
öllum íbúanda líkama, en þeir geta ekki afmáð rúmið,
þeir ráða ekki við það. Virðist rúmið því vera eitt-
hvað annað en það sem í því býr. Undrunarvert er
því rúmið, og hlýtur það því annaðhvort að vera öllu
eldra eður jafngamalt hinu elzta. Án þess er ekkert
til, en það er til án alls annars. Eigi hverfur heldur
eða forgengur eða breytist rúmið með þeim hlutum,
sem í þvi breytast og forganga og úr því hverfa, þó
helzt geti verið vafi um, hvort rúmið í vissu tilliti
ekki vex og minnkar með hlutunum. En — nú rís
upp stærri spurning, sem sé um það, hvort rúmið sé
sjálft nokkurs konar líkami, eða hvers eðlis það sé.
Eitt vitum vér: það hefir þrjá vegu: lengd, breidd og
hæð eða dýpt, sem einnig eru takmörk allra líkama.
En Hkami í eiginlegum skilningi getur rúmið af þeirri
ástæðu ekki verið, að þá væri tveir líkamir á stað,
rúmið og hluturinn í rúminu. Sé rúmið samastaður
líkama, þá er það einnig samastaður yfirborðs likama,
og hinna annara takmarka líkamanna. J>ar sem áður
1) Vér segjum: skiln-iM<7ar-(ekki skiln-wu/sj-vit. Bendir því málið
á, að sldln-ÍM<7 er það sem Danir kalla: 8andsning=:sjón, heyrn og
sv. frv., en skilningur=Forstand.