Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Page 73
73
verið hafin um rúmið, ef rúmshreyfingin, hreyfingin í
rúminu, væri ekki til. Vér álítum heiminn vera í rúm-
inu, sökumþess, að hann er á hreyfingu. Nú er hreyfingin
sér i lagi fólgin i tvennu, annaðhvort i ferð eða í
vexti og rýrnun, svo að það, sem áðan tók minna pláss,
tekur nú meira rúm, og gagnstætt. "það sem hreyfist,
hreýfist annaðhvort af sjálfu sér, af þeim því íbúanda
krapti, svfpyii.a, eða af tilviljun og fyrir áhrif utan að,
xara aup.pspi)XOip, og af þessu síðara hreyfist aptur sumt
af eigin rammleik, eins og t. d. partar líkamans, höndin,
fóturinn, að vissu leyti stýrið á skipinu, þegar það er
látið ómakslaust; sumt að eins af því það hreyfist, sem
það er tengt við, eins og hvítleikurinn með borðinu,
þegar það, hvíta borðið, hreyfist. J>egar vér nú segjum,
að hluturinn sé i heiminum, sökum þess, að hann er í
loptinu, en loptið aptur í heiminum, þá segjum vér
þar fyrir hvorki, að hluturinn sé allur í loptinu —
heldur að eins yfirborð hlutarins — né að hann sé í
öllu loptinu; því væri allt loptið rúm hlutarins, þá væri
rúm hvers hlutar ekki jafnstórt hlutnum, en svo virð-
ist þó hið fyrsta rúm hvers hlutar vera, því hluturinn,
segjum vér, fyllir það eða það rúm, og rúmið — hlaðan,
ílátið — tekur svo og svo mikið af því eða því. f>eg-
ar nú það, sem utan um hlutinn er, ekki er aðgreint
frá honum, heldur áfast við hann, þá köilum vér það
ekki rúm hlutarins, heldur er hluturinn þá eins og
partur af einni heild, ásamt þvf, sem utan um er. En
þegar hluturinn, eins og sverðið í slíðrunum, njarðar-
vötturinn í desbauknum, tóbakið í bauknum, greinist
frá því, sem um kringir hann, en snertir það þó, kem-
ur þó við það, þá er hluturinn fyrst í því yzta eða
máske réttara sagt innsta, af því, sem utan um hann er,
án þess þó að það sé partur af því, sem innan í er, en
sem þar fyrir ekki þarf að vera stærra en rúmfylli
hlutarins, heldur jafnt henni. j?ví takmörk þeirra hluta,