Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Page 84
84
hið yfirstandandi, alténd er það þó til,—þá er aðgætandi,
að núið er ekki partur af tímanum, með því parturinn
ávallt er mælikvarði heildariunar, en heildin samsett
af pörtum. En hvorki verður tíminn mældur með eður
í núum, því það er svo fjarri því, að núin hafi nokkra
tiltekna stærð, að það jafnvel er mjög vafasamt, hvort
núið hefir nokkra stærð, heldur en punkturinn; ekki
getur tíminn heldur verið fólginn í núum, því ef hann
er og það sem hann er, er hann í samfellu, en sam-
fellan skapast ekki af punktum, hversu margir sem
þeir eru, þvi eðli þeirra er að vera stakir. J>að lítur
því helzt svo út, sem núið sé, öðrum pörtum timans
fremur, að eins hugarburður, eða réttara sagt hugsunar-
hvíld, eins og vér segjum: málhvíld.
Að visu virðist núið vera takmarkið milli hins
umliðna og hins ókomna; en ekki er hægt að sjá,
hvort það er ávallt hið sama nú, eður annað og annað
nú. þvi ef sifellt skiptist á, ef engir partar tímans
nokkurn tima eru samhliða eða samtíða, svo að annar
parturinn t. a. m. væri utan um hinn, lengri tíminn
utan um þann skemmri, þá verður það nú, sem ekki
er núna, en sem var áðan, einhvern tíma að hafa liðið
undir lok, og engin tvö nú geta verið samtiða, en hið
undangengna og öll hin undangengnu verða að vera
töpuð; en — ekki gat núið horfið af sjálfu sér, á því
vetfangi, meðan það sjálft var nú, því þá var það, og
því síður gat hið fyrra nú tapast á síðara núi, því þá
var það ekki, heldur var annað nú komið í staðinn.
Ekki virðist það heldur rétt hugsað, að núin komi
hvort á eptir öðru, eins og punktar, því þá tapast
framhald tímans í samfellu. — En, hverfi núið hvorki
á sjálfu sér, núna, né i framhaldinu, með tímanum, þá
ætti það að vera á einhverju millibili milli hinna ó-
endanlegu eða ótal núa, en það er ómögulegt, þvi
engin millibil, engar hvildir eru í samfellunni, rennsl-