Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Page 90
90
„Látum nú hraðari ferðina og’ þvi lengri veginn á sama
„núi vera línuna AC., en skemmri veginn og seinni
„hreyfinguna AB.
A_________B________
„En fyrst ekki er farið á núinu öllu með seinni hreyf-
„ingunni meira en AB, þá hlýtur með hraðari ferð að
„mega fara þennan sama veg á skemmri tíma en núinu
„öllu, og væri núið þá deilanlegt, eða tvö nú yrðu úr
„einu“. Er þvi engin hreyfing möguleg á núinu, og
núið engin eiginlegur tími, heldur að eins tímatakmark,
hugsunarhvíld, þegar tíminn er hugleiddur. því núin
hverfa, en fyr og síðar haldast við núið, t. d. í sögunni,
sem ekki þekkir núið, og ekki kannast við það. 1
henni er núið horfið, þótt allir menn og viðburðir sög-
unnar hafi einhvern tíma verið núum háðir.
Vér mælum bæði hreyfinguna með tímanum, og
timann með hreyfingunni, því hvort afmarkar annað.
f>egar mælt er með hreyfingunni, er talað um stuttan
eða langan tíma; þegar mælt er með timanum, er sagt,
að hreyfingin, vegurinn, ferðin sé löng. En — það er
ekki hreyfingin ein, sem er í timanum: hvíldin er einnig
ihonum; segi tíminn til um hreyfingu þeirra hluta, sem
hreyft geta, segir hann einnig til um hvíld þeirra, er
þeir eru i kyrrð. Allt er í tímanum, sem til getur orðið
og til er orðið, allt sem hreyfzt getur og hvílzt, og
allt sem undir lok getur liðið, í einu orði allt sem var,
og verða mun. það eitt, sem aldrei var, og aldrei
verður, það eitt yfirgrípur timinn ekki.
Sé nú hreyfingin og breytingin óendanleg — þar
á meðal breytingin frá hreyfingu til hvildar og hvíld
til hreyfingar — þá er tíminn það og. Enda virðist
hann bera það með sér, að hann hafi hvorki upphaf
né endir, þó hann hafi ótal takmörk, og er mannleg-
um anda eins ómögulegt að hugsa sér endanlegan
tíma eins og hreyfingar- og breytingarleysi'. þótt hinn