Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Qupperneq 93
þess að minnast, að sumir hlutir eru hreyfanlegir, en
hreyfa ekki, sumir valda hreyfingu, með öðrum orðum,
sumir eru ætlaðir til að hreyfa, aðrir til að hreyfast.
Áður en hreyfingin hófst, fyrir tilstilli hins fyrsta
hreyfanda, sem á undan „upphafinu" beið enn þá og
hreyfðist ekki, vóru nú allir þessir hlutir í kyrrð. Eitt-
hvað varð að valda þessari hvíld, þessu hreyfingar-
leysi, og hefir þá orsökin til þess, að það hreyfði ekki,
sem ætlað var til að hreyfa, og það hreyfðist ekki,
sem ætlað var til að hreyfast, verið til á undan hvild-
inni og hreyfingarleysinu. Með öðrum orðum: það sem
olli kyrrðinni, var eldra en kyrrðin. Hvað var það?
J>á er nú orðin breyting (jj.sTa^o)v7)) á undan fyrstu
breytingunni; því annars hefði það, sem hreyfa átti,
verið farið að hreyfa, og það, sem hreyfast átti, verið
komið á stað. Eldurinn, sem ætlaður er til að gefa
hita, hefir þá á undan „upphafinu" ekki verið farinn
að verma; kuldinn, sem ætlaður er til að svala, hefir
ekki svalað; skynsemin, sem ætluð er til að greina og
raða, hefir legið í dái. Hverju var þetta að kenna?
En, — hvað sem það nú var, þá hefir það orðið að
vera til á undan því, sem gat hreyft, en hreyfði ekki,
sem gat hreyfzt, en hreyfðist ekki, sem gat hitað, en
vermdi ekki, sem gat kælt, en kældi ekki, gat hugs-
að, en hugsaði ekki. Og hvernig gat nú þetta fyr,
þetta áður verið til á undan tímanum, áður en hann,
sem fylgir hvíld og hreyfingu, lífi og dauða, skapaðist?
Var þá timi á undan timanum, fyr á undan fyrst, og
áður á undan fyrsta áður? Nei, hvað sem kyrrðinni
líður, sé tíminn að eins tala hreyfingarinnar og hugs-
unarmót hennar, þá er hreyfingin eilif, eins og tíminn,
enda játa allir fornir heimspekingar, að tíminn sé ó-
fæddur (áyó'vvvjToc). Platon einnlætur hann fæðast með
heiminum. Tíminn er, eins og áður er sagt, óhugsan-
legur án núsins (sem takmarks), en núið er endi hins