Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Blaðsíða 95
95
J>að er þvf grunnhyggnislega talað, að leggja á-
herzluna á, að tíminn eyði, að Kronos eti börn sín,að
allt eldist og hrörni f tímanum. Öllu fremur má segja,
að allt kvikni, grói, þróist og blómgist í tímanum. þ>ó
tíminn hafi sinn vetur, hefir hann og sitt vor, sem ein-
mitt er frumburður vetrarins. Tíminn hefir sjálfsagt í
sumu apturför inni að halda, en f honum er og öll
framför fólgin, enda er hann sjálfur framför, og eitt
er, sem hann geturekki: hann getur ekki sjálfur farið
aptur á bak, ekki hopað á hæl, þótt hann, — sem
hann jafnan gjörir —, taki hið umliðna upp aptur,
endurreisi hið fallna, finni hið tapaða og geymi hið
gleymda.
En,—nú kemur apturkastið, andstæðan: „einu sinni
var allt fyrst“. Tfmanum er skipt í aldir, ár, mánuði,
vikur, daga, stundir o. s. frv., og er þessi skipting
ekki eintómt mannaverk, ekki hugarburður (subjectiv),
heldur hafa sjálf himintunglin forustuna í þessari skipt-
ingu. Krefst því skilningurinn þess, að einhver öld,
eitthvert ár, einhver dagur, einhver stund hafi verið
fyrst, og á líkan hátt einnig verði síðust. þá er og í
rúms- og stærðarfræðinni sýnt og sannað, að hið óend-
anlega er ódeilanlegt í jafna parta, en verði tímanum,
sem helzt lítur út fyrir, skipt í jafnstór ár, daga, stund-
ir o. s. frv., þá er hann deilanlegur, en sé hann það,
getur hann ekki verið óendanlegur og takmarkalaus.
Auk þessa höfum vér þegar orðið þess áskynja, að
tfminn hefir takmörk (núin) og þau mörg, en hið eilffa,
Guð, andinn, jafnvel mannlegur andi, skynsemin, hugs-
unin, hefir engin takmörk, og er allt í æðra skilningi
ódeilanlegt. Tíminn þar á móti, sem miðast sér ilagi
við hið sýnilega veranda og hreyfingu þess, og sem
miðar með því og fyrir það, er margvíslega skiptan-
legur og takmarkaður. Hafa því ýmsir bæði fornir og
nýir heimspekingar komizt f ógöngur, og ekki sfzt