Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Side 98
98
„líflega skapað'ur verið; sýnir petta sig i viðhaldi heims-
„ins. Sköpuð er starfsemi hinnar eilífu skynsemi (Idee),
„skynsemin i náttúrunni er, eins og skynsemin eða
„andinn (aptur: Idee) sem slík, eilíf. — b., þegar spurt
„er enn, hvort nú veröldin, náttúran í sínum endan-
„legleika (o: hin sýnilega, áþreifanlega náttúra) hafi
„upphaf sitt í tímanum, eður eigi, þá hefir maður heim-
„inn eða náttúruna yfir höfuð fyrir augum, það er að
„skilja hið Almenna, en það í raun og veru í sann-
„leika Almenna er skynsemin, andinn, „ídean“, sem,
„eins og þegar er sagt, er eilíf. En,— það endanlega
„er tímanlegt, hefir fyr og síðar, og þegar maður hefir
’ „það endanlega fyrir sér, þá er maður í tímanum. það
„hefir upphaf, en pó ekki hið fullkomna (absolute) upp-
„haf. Tími þess byrjar með því, og tíminn er að eins
„tími hins endanlega. Heimspekin er, eptir sinni eilífu
„ákvörðun, skilningur, eins á tímanum eins og öllu öðru,
„án þess þó að vera bundinn við tímann. f>egar nú á
„þessa leið er búið að byggja burt hinu fullkomna
„upphafi tímans, vaknar hin gagnstæða hugmynd um
„óendanlegan tíma, en það er munur á óendanlegum
„tíma, meðan hann hugsast, sem tími, en ekki upphaf-
„inn tími, og á eilífðinni. Tíminn er þá ekki þessi tími,
„heldur annar tími, og sífellt annar tími, svo framar-
„lega sem hugsunin ekki megnar að uppleysa hið
„endanlega í hið eilífa. Á sama hátt er hið líkamlega
„(Materie) deilanlegt í hið óendanlega; þ. e. það er
„þess eðli, að þó að það skoðist sem heild, sem Eitt
„fyrir sig útvortislega, þá er það í sjálfu sér margt. En,
„— hið líkamlega er þar fyrir í raun og veru ekki
„partað svo, að það sé samsett af óskiptanlega smáum
„ögnum (Atomen), heldur er það mögulegt og að eins
„mögulegt, en ekki virkilegt, það er að skilja: það er
„mannlegur hugarburður. Sömuleiðis er hinn óendan-
„legi tími að eins hugarburður, yfirstig, sem blífur í