Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Side 102
102
náttúrunni og hinni skynjanlegu tilveru hærra undir
höfði, en hin kristna speki, sem leggur öll riki verald-
arinnar og þeirra dýrð undir andans fætur. jpeir skoð-
uðu náttúruna og eðli hlutanna sem nokkuð mjög veru-
legt og jafnborið andanum, og reyndu því til að sanna,
að þótt andinn, hið fyrsta hreyfanda, to ttdutov xivo’jv,
væri eilífur, þá væri náttúran, alheimurinn, hið fyrst
hreyfða, xo TCpuxov >avoí)|jievov, það einnig. feir gjörðu
þar fyrir ekki hið einstaka óendanlegt; þeir lofuðuþví
að fæðast og deyja, verða til og hverfa innan þess
eilífa og óendanlega alls, ojpavoc, xoVp-oj. „Allir menn“
segir heiðinginn Aristoteles, „trúa á Guð, og allir setja
„hann efst, bæði Grikkir og útlendir, en þá verður
„einnig að ætla honum, sem sjálfur er ódauðlegur, ó-
„dauðlegan bústað og ódauðlegt starf; annað er óhugs-
„andi“; enn fremur: „starfsemi (suspysta) Guðs er ódauð-
„leikinn. þetta er hið eilífa líf. Verður Guð því að
„vera í eilífri starfsemi. En himininn eða alheimurinn
„er nokkurs konar guðlegur líkami; þetta skynjum
„vér, og þetta kemur saman við mannlega trú, því
„aldrei á hinum liðna tíma, eða í nokkurra manna
„minnum virðist nokk.ur breyting hafa orðið í öllum
„hinum fjarsta og yzta alheimi, eða nokkrum hans höfuð-
„pörtum“ (jrspt ou’pavou). Nú kann einhver að hugsa, að
hinir fornu Grikkir hafi verið alveg ókunnir stjörnu-
fræðinni og gangi liimintunglanna; en, eins og allir vita,
voru bæði Kaldear og Assyríubúar, Phoenikar og
Egiptar mjög langt komnir í þessum fræðum, og af
þeim lærðu aptur Grikkir, sem að vísu ekki munu
hafa verið eins langt komnir í lögmálinu fyrir gangi
himintunglanna eins og Copernicus og Kepler, en þá
aptur máske lengra í sumu. Að Platon hafði grun
um sporöskjubraut plánetanna, sést af Timaios, því
hann segir gagngjört, að sólin sé ekki fullkomlega í
miðbiki umferðarbrautarinnar; að Aristoteles þekkti