Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Síða 111
111
þessum örsmáu jurtum. fessi rotnun er annars náskyld
arinari breytingu í náttúrunni, það er að segja gerð-
inni (Gæring), og það er eiginlega fyrir rannsóknir
á henni, að lærðir menn hafa getað gjört grein fyrir
því, hvernig rotnunin hagar sjer. þ>að er sameiginlegt
bæði fyrir rotnunina og gerðina, sem hvortveggja hef-
ur svo mikil áhrif á búskap vorn og iðnað, að hvora-
tveggja verður að telja greining efnisins (Spaltnings-
proces), sem örsmá kvikindi koma til leiðar. Allir höf-
um vjer heyrt talað um gerðarefni (Gcer); og þá er
það er skoðað í stækkunargleri, sem jeg skal brátt
sýna yður, má sjá, að það er ofurlítil, litlaus jurt, að
eins eitt frumkorn, sem hægt er að greina frá alga,
sem áður er nefnd, og sem er græn að lit, en gerðar-
sveppurinn hefur engan grænkulit og er litarlaus.
Ymsir fræðimenn hata sannað það með yfirgripsmikl-
um rannsóknum, að engin ólgugerð getur átt sjer stað,
nema því að eins að gerðarsveppur sje í efni þvi, sem
gerð skal koma í; tækist það, að losa eitthvert efni
frá þessum kvikindum, t. a. m. með því að sjóða það,
og tækist það, að halda lopti þvi, sem að efninu kemst,
lausu við öll þessi kvikindi, t. a. m. með því, að láta
loptið streyma um glóandi pípur, áður en það kæmist
að efninu, eða hreinsa það með því, að láta það
streyma gegnum baðmull, eða að síðustu með því að
geyma efnið i flösku með löngum margbeygðum stút,
þannig að loptið yrði að leggja upp á við, áður en
það kæmist að efninu, og kvikindi þessi því kæmust eigi
inn í flöskuna, en yrðu að liggja eptir í stútnum vegna
þyngdar sinnar, tækist þetta, segi jeg, þá mundi t. a.
m. engin gerð komast í sykur brætt í vatni; sykrið
mundi eigi greinast í kolasýru og vínanda; en sje
þessarar varkárni eigi gætt, þá kemur þegar gerð og
gangur í allt saman. f>að leið eigi á löngu, að allir
yrðu einhuga á því, að gerðarsveppurinn hJyti að vera