Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Page 114
114
sjá þar innan um skrúfumyndaðar bakteríur, sem fær-
ast úr stað með miklum hraða. „Baderium terino“ má
drepa með því, að hita vökvann, sem hún er í, upp 1
60 stig á hitamæli Celsíusar, og þolir það því eigi, að
suða komi upp á leginum; en sú er önnur tegund
þessara kvikinda, sem lifir þrátt fyrir það, og er það
kvikindi nefnt heybakteria, sem drepst fyrst við suðu
í „Papíns“-potti, sem svo er nefndur. Á hinn bóginn
þolir „bacterium termo“ Qarskamikinn kulda. Jeg hef
látið litla flösku með „bacterium termo“ standa þijá
sólarhringa í allt að 16 mælistiga kulda, en undir eins
og ísinn bráðnaði í flöskunni, lifnuðu kvikindi þessi
við aptur; i fyrstu voru þau nokkuð doðaleg, en hresst-
ust skjótt og náðu fullu fjöri. Eins fór um hin skrúfu-
mynduðu kvikindin. Með því að sjóða organisk efni,
má því venjulega deyða öll þessi kvikindi, sem í efn-
um þeim eru; en það má einnig gera með ýmsum
kemiskum efnum. Vökvi sá, er þannig er tilbúinn, er
sagður að vera gjörður ófrjór (steriliseret). Fyrir
margar rannsóknir viðvíkjandi rotnun og gerð, er sú
raunin á orðin, að þess konar ófrjó efni geta eigi rotn-
að, þá er loptinu er aptrað að komast að þeim, t. a.
m. með þvi að taka málmdósir, og bræða á þær lokið
meðan á suðunni stendur; og þessi er aðferðin, sem
höfð er við hinar niðursoðnu matartegundir, sem nú
eru svo mjög hafðar á boðstólum, og sem almenningi
sjálfsagt er kunnugt um hjer á landi; eða þá líka, að
loptinu er fyrst hleypt að hinum ófræju efnum, þá er
það er ófrjótt gjört með þeirri aðferð, sem áður er
um getið við gerðina, til þess að aptra því, að gerðar-
sveppur komist að sykurbráðinu. Með því að sjóða
kjötseyði í flösku og binda fyrir hana með baðmullar-
tappa, sem sje gjörður ófrjór fyrir bakteríur með því
að hita hann vel meðan á suðunni stendur, má tálma
því, að kjötseyðið úldni eða fúlni, en sje baðmullar-