Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Síða 19

Eimreiðin - 01.01.1904, Síða 19
19 Til þeirra eiga hversdagshúfurnar með langa skúfnum, sem nú eru bornar á ísh-ndi, rót sína að rekja (32. mynd); og verður þeirra síðar getið. Hárburðurinn. Pegar viðreisnin (Renaissancen) í klæða- burði ruddi sér til rúms í suðlægari löndum, komst sá siður á, að konurnar urðu að hylja hár sitt undir húfunum. Aðeins við eitt tækifæri á lífsleiðinni var þeim leyft að bera slegið hár: þeg- ar yngisstúlkur giftu sig; annars huldi »heiðvirða húfan« hárið. Troels Lund bendir á, að siðavendnin í þessu efni hafi verið meiri á Norðurlöndum en á Pýzkalandi, því þar varð það siður á síðari helming 16. aldar að bera hár- fléttu í hnakkanum. í fornöld báru ógiftar konur, eins og áður er sagt, slegið hár. Sá siður varð að líkindum úreltur um þær mundir, þegar öldur viðreisnartímans loksins náðu til íslands. Pegar vér virðum fyrir oss allar mynd- ir vorar frá 16., 17. og 18. öld, sjáum vér, að hárið hefir aldrei verið slegið og jafnvel eigi sést. Pað hefur verið alveg hulið undir faldi og húfu. Á 19. öldinni fóru íslenzkar konur fyrst að flétta hárið og láta það sjást. Nú flétta þær hárið og koma því fyrir á einkennilegan hátt. Einnig eru dæmi til þess, að þær hafa tekið upp þann fornaldarsið að bera slegið hár. "9- Kvenbúningur, málaður af Reiðfötin. Á 18. öld Oglbyrj- Johan Friednch Miller 1722. (I Forngripasafninu). un 19. aldar baru íslenzkar konur reio- hött utan yfir faldinum — meðan lögun faldsins gaf þeim kost á því. — Reiðhöttur þessi var úr svörtum flóka. Hann var hár og mjór með uppmjóum kolli og sléttum börðum að framan (24., 25. og 27. mynd). Hött þennan báru konur á ferðum og útreiðum til að hlífa faldinum. Einkum báru þær höttinn, þegar þær vóru skrautklæddar og riðu t. d. til brúðkaups og erfisdrykkju. Kven- hetta eða höttkápa úr svörtu klæði eða dúk var fest við höttinn neðanverðan. Pegar henni var hnept, þá var aðeins andlitið bert. Að framan var hún skreytt silfurspennum. 2'

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.