Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Blaðsíða 1

Eimreiðin - 01.01.1904, Blaðsíða 1
íslenzkir kvenbúningar. Eftir DANÍEL BRUUN. Búningur íslenzkra kvenna, einkum eftir því sem sögurnar1) lýsa honum, var alment inst serkur. I honum sváfu og konurn- ar. Konur af lægri stigum báru áreiðanlega ullarserk, en konur af hærri stigum léreftsserk og einstaka sinnum jafnvel silkiserk. Serkurinn var fleginn aö ofanverðu, en það mátti skyrta karla eigi vera. Á fótunum báru þær háleista og leðurskó eða skinnskó. er bundnir vóru með skóþvengjum. Mjög er líklegt, að háleist- arnir, sem á þeim tímum vóru saumaðir úr vaðmáli (á Norður- löndum þektist prjón eigi fyr en á 16. öld), hafi verið langir, því loftslagið hvatti til að hlúa vel að fótleggjunum. Á hinn bóginn báru konur áreiðanlega ekki »brækur« eins og karlar. Eftir Lax- dælu að dæma var það lögleg skilnaðarsök. Kyrtillinn var venjulega fótsíður og oftast ermalangur. Honum var haldið að mittinu með belti, sem stundum var silfur- eða gullbelti. Við beltið hékk pungur til að geyma gripi í. Á beltinu bar og húsfreyjan lyklahring sinn eða lyklasylgju. Stundum var kyrtíllinn allur þröngur og féll fast að líkamanum, en stundum var aðeins efri hluti hans þröngur og var kallaður upphlutur; en alment var kyrtillinn, eins og áður er sagt, víður. Eigi huldi hann háls og barm; en það gerði smokkurinn. Oft var dúk vafið um hálsinn sjálfan. Göfgar konur virðast þó við og við að hafa verið berhálsaðar og berbrjóstaðar, aðeins skreytt- ar menjum og skartgripum. Pess er getið, að skrautbúningur þeirra var síður. Utan yfir kyrtlinum báru konur ermalausan möttul eða skikkju. Oft var honum fest saman að framanverðu með spenn- 1 R. Keyser: Etterladte Skrifter, 2. B. Nordmændenes prjvate Liv i Old^ tiden (Kristiania 1867).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.