Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Page 1

Eimreiðin - 01.01.1904, Page 1
íslenzkir kvenbúningar. Eftir DANÍEL BRUUN. Búningur íslenzkra kvenna, einkum eftir því sem sögurnar1) lýsa honum, var alment inst serkur. í honum sváfu og konurn- ar. Konur af lægri stigum báru áreiðanlega ullarserk, en konur af hærri stigum léreftsserk og einstaka sinnum jafnvel silkiserk. Serkurinn var fleginn a5 ofanverðu, en það mátti skyrta karla eigi vera. Á fótunum báru þær háleista og leðurskó eða skinnskó, er bundnir vóru með skóþvengjum. Mjög er líklegt, að háleist- arnir, sem á þeim tímum vóru saumaðir úr vaðmáli (á Norður- löndum þektist prjón eigi fyr en á 16. öld), hafi verið langir, því loftslagið hvatti til að hlúa vel að fótleggjunum. Á hinn bóginn báru konur áreiðanlega ekki »brækur« eins og karlar. Eftir Lax- dælu að dæma var það lögleg skilnaðarsök. Kyrtillinn var venjulega fótsíður og oftast ermalangur. Honum var haldið að mittinu með belti, sem stundum var silfur- eða gullbelti. Við beltið hékk pungur til að geyma gripi í. Á beltinu bar og húsfreyjan lyklahring sinn eða lyklasylgju. Stundum var kyrtillinn allur þröngur og féll fast að líkamanum, en stundum var aðeins efri hluti hans þröngur og var kallaður upphlutur; en alment var kyrtillinn, eins og áður er sagt, víður. Eigi huldi hann háls og barm; en það gerði smokkurinn. Oft var dúk vafið um hálsinn sjálfan. Göfgar konur virðast þó við og við að hafa verið berhálsaðar og berbrjóstaðar, aðeins skreytt- ar menjum og skartgripum. Bess er getið, að skrautbúningur þeirra var síður. Utan yfir kyrtlinum báru konur ermalausan möttul eða skikkju. Oft var honum fest saman að framanverðu með spenn- 1 R. Keyser: Elterladte Skrifter, 2. B. Nordmændenes private Liv i OkL tiden (Kristiania 1867). I

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.