Eimreiðin - 01.01.1904, Blaðsíða 48
48
takmörk fyrir hve langar þær mættu vera. Saga sú, er hér birtist, hlaut önnur
verðlaun, en er þó að margra dómi fult eins góð eða jafnvel betri, en sú, sem hlaut
fyrstu verðlaunin. RITSTJ.
íslenzkur marmari.
Pegar ég á síðastliðnu hausti var á ferð austur um Rangár-
vallasýslu, sagði bóndinn á Geldingalæk á Rangárvöllum mér frá
steinum, sem kallaðir væru Jökulsteinar, og fyndust austur á
Mýrdalssandi, og sýndi mér einn slíkan stein, sem hann notaði
fyrir sleggjuhöfuð. Hann kvað það álit manna þar um slóðir, að
steinar þessir væru ekki annað en samanhnoðaður jökull, sem orð-
inn væri svona harður(II). Ég braut dálitla flís út úr steininum
og þóttist þá sjá, að hér væri marmari. Ég spurði mig síðan
fyrir um, hvar þessir steinar fyndust, og hvort nokkur náttúru-
fróður maður hefði skoðað þá. Mér var sagt, að þeir fyndust
hingað og þangað á söndunum, þar sem árnar rynnu yfir, og eftir
hvert hlaup væri venjulega mikið af þeim. Menn nefndu þá ým-
ist Jökulsteina eða Draugasteina, en enginn vissi til, að
náttúrufróðir menn hefðu veitt þeim neina eftirtekt.
Mér var forvitni á að vita, hvaðan árnar bæru þessa steina,
og ásetti mér að ganga upp í fjöllin í því skyni. Porvaldur
Björnsson á Porvaldseyri lánaði mér góðfúslega mann til fylgdar,
og förin var jafnframt skemtiför, því við gengum langt upp á jök-
ulinn á Eyjafjallajökli, svo skamt var eftir upp á hæstu bunguna;
en af því aðalerindið var að leita kringum jökulinn, hvort við
yrðum nokkurs fróðari um »jökulsteinana«, urðum við að snúa
þar aftur.
Von mín brást heldur ekki að öllu leyti. í djúpu gili fast
upp við jökulinn, beint upp af bænum á Porvaldseyri, fundum við
þessa steina. Skriðjökull gengur ofan í gilið og kolmórauður jök-
ullækur beljar þar ofan eftir, sem hefur grafið stórt gljúfur niður
í gegnum jarðlögin. I berginu beggja megin við gljúfrin sáum við
þessa steina. I’eir koma þar fram í berginu á hér um bil ioo
faðma löngum kafla niður eftir, og eru hamrarnir að gilinu næst-
um gráhvítir til að sjá, eða þó öllu heldur flekkóttir. Við brut-
um nokkuð stórt stykki úr einum hvíta dílnum og höfðum með