Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Blaðsíða 3

Eimreiðin - 01.01.1904, Blaðsíða 3
3 yfirleitt skrautbúnar. Á söguöldinni fóru karlmennirnir utan og héldu !and úr landi. Peir fluttu líka heim með sér marga og margbreytta dýrgripi frá útlöndum. Á söguöldinni hafa því bún- ingarnir að líkindum tekið stöðugum nýbreytingum, sem nú er eigi hægt að gera nákvæma grein fyrir. Kvenbúningarnir vóru ennfremur mjög ólíkir að lit og efni. Alþýða manna bar venjulega ólituð vaðmálsföt. Göfgir menn og göfgar konur báru reyndar alþýðubúning hversdagslega. En alment var viðhafnarbúningur karla og kvenna úr smágerðu éfni og með dýrum litum. Svo virðist sem konum hafi þótt vænst um bláa og rauða litinn. Á ýmsum stöðum eru nefndir skarlatskyrtlar og rauðar eða bláar skikkjur úr silki eða smágerðum dúk. Eess skal ennfremur getið, að konur á ferðum báru yfirföt, hettur og hatta, á líkan hátt og karlar. Aðeins fáeinar leifar eru til af búningum frá söguöld íslands. En á hinn bóginn eru til eigi allfáir einkennilegir skartgripir; þeir eru að líkindum allir komnir úr gröfum frá heiðni. I sögunum er þess getið, að konur skreyttu sig fingurgullum og armbaugum, auk þess háls- og brjóstgripum og spennum. í sögunum fæst engin nánari lýsing á útliti þeirra, en til allrar ham- ingju fylla menjar, sem finnast í gröfum, upp eyðuna. Menjar þessar sýna, að skartgripirnir á íslandi vóru alveg samskonar og gripir þeir, er bornir vóru alstaðar annarstaðar á Norðurlöndum á þessu tímabili, og flúrlist þeirra var mótuð ein- kennilegum dýramyndum og þess konar. Einsog annarstaðar meðal Norðurlandabúa finnast og á íslandi »skálmynduðu spennurnar? oft tvær og tvær saman; auk þess finnast ásamt þeim ein eða fáeinar aðrar spennur, ólíkar að gerð, t. d. ein smáralöguð, ennfremur nokkrar glertölur. Líklegast er, að glertölurnar hafi verið bornar um hálsinn sem steinasörvi. Á hinn bóginn er eigi alveg ljóst, hvernig skart- gripirnir hafa verið festir á búninginn. Samkvæmt algengri skoð- un annarstaðar á Norðurlöndum er líklegt, að t. d. »skálrnynduðu spennurnar« hafi átt að skreyta brjóst konunnar, sitt brjóstið hvor. Hvað sem öllu öðru líður þá sýna menjar, sem fundizt hafa á íslandi, að íslenzkar konur á söguöldinni voru skreyttar tölum og dýrum skartgripum, oft nálega 5 að tölu. Sams konar gripir vóru almennir á öllum Norðurlöndum. Skrautmyndir þeirra og 1* f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.