Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Blaðsíða 68

Eimreiðin - 01.01.1904, Blaðsíða 68
68 þess prýtt snotrum myndum. Af innihaldinu skulum vér aðeins nefna áframhaldið af »Safni til landnámssögu íslendinga í Vesturheimi* (Saga íslenzku nýlendunnar í bænum Winnipeg) eftir síra Fr. J. Bergmann, sem telja má atkvæðamestu ritgerðina, þó margt sé þar fleira gott og hugðnæmt. Almanakið er nú stærra en nokkru sinni fyr og jafhframt að sama skapi fjölskrúðugra. NOKKUR LJÓÐMÆLI EFTIR BYRON. Stgr. Thorstcinsson þýddi. Rvík 1903. Þetta er ekki stórt kver, rúmar 130 bls., en nærri má geta, að ekkert vatnsbragð muni að því, þar sem höfundur ljóðmælanna er annar eins skáldjötunn og Byron og þýðandinn annar eins snillingur og Stgr. Thorsteinsson. Sum af kvæðunum hafa verið prentuð áður annarstað- ar, eins og »Bandinginn í Chillon«, »Draumurinn«, »Parisína«, og «Mazeppa«, en önnur eru víst prentuð hér í fyrsta sinn, eins og flest kvæðin »Úr Hebrew Melodies« og »0r Don Juan«, hin yndislega lýs- ing á ástasælu þeirra Don Juans og Haídí. Framan við bókina er ágæt mynd af Byron og aftan við hana ágrip af æfisögu hans. Eini gallinn á þessu ágæta ljóðasafhi er frágangur prentarans. Letrið er bæði klest og skakt sett á blaðsíðurnar sumstaðar, og getur manni ekki annað en gramist sá frágangur á öðrum eins gersemisljóðum. V. G. Hinar sjö höfuðsyndir. Eftir SELMA LAGERLÖF. Kölski ásetti sér einhverju sinni að gjöra gabb og gys að munki nokkrum. Hann fór því í víða kápu og setti upp barða- stóran hatt og lagði svo af stað til gamla mannsins þangað sem hann sat í skriftastólnum í dómkirkjunni og beið eftir sóknar- börnum sínum. >Virðulegi faðir,« sagði óvinur mannkynsins, »ég er akuryrkju- maður og akuryrkjumanns sonur. Ég fer á fætur um sólarupp- komu og gleymi aldrei að lesa morgunbænirnar mínar, svo vinn ég allan daginn úti á ökrunum. Fæða mín er brauð og mjólk og þegar ég geri mér glaðan dag með vinum mínum, gæði ég þeim á hunangi og aldinum. Eg er eina stoðin foreldranna minna gömlu. Ég er ógiftur og hugur minn hneigist ekki til kvenna. Ég sæki iðulega kirkju og geld tíund af öllu, sem ég á. Virðulegi faðir, þú hefur heyrt skriftir mínar. Viltu nú gefa mér aflát?«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.