Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Blaðsíða 60

Eimreiðin - 01.01.1904, Blaðsíða 60
6o Hjálmari, og er þó vísa G. F. góð. — Ofurlitlum áhrifum hregður og fyrir frá Porsteini Erlingssyni (t. d. bls. 47, 78/ 96 og víðar) og eru þau til góðs, það sem það er; en þau eru næsta lítil. En sýnileg áhrif frá öðrum skáldum en þessum tveimur, hyggjum vér að verði erfitt að finna. Hins vegar hefur G. F. í seinni tíð augsýnilega orðið fyrir annars konar áhrifum. Og þessi áhrif virðast aðallega stafa frá unnustu hans og ástum, sem hafa orðið göfgandi frjóregn fyrir sál hans og anda. Pess var einu sinni getið í Eimr. (III, 199), að ekki væri alt ætíð sem smekklegast hjá G. F. né laust við tilgerð, eins og einurð hans og þor stundum fengi á sig nokkurs konar gleiðgosablæ. En góður efhiviður væri í honum; það þyrfti aðeins að hefla hann og fága, því hann væri enn að mestu leyti eins og hann hefði vaxið í skóginum og því eðlilega nokkuð kvistóttur. Alt þetta hefir nú stórum lagast með aldr- inum. Gleiðgosablærinn er algerlega horfinn og á tilgerðinni ber nú mjög lítið, þó enn megi sjá nokkrar menjar hennar í ýmsu orðavali. Tilgerð verðum vér og að kalla það, er hann (bls. 27) talar um »Alfa vona og óska« sinna, í staðinn fyrir »upphaf vona og óska« sinna. Pví »Alfa«, sem er nafhið á fyrsta stafhum (A) í gríska stafrófinu, táknar í þess konar orðatiltækjum ekkert annað en »upphaf« (»Alfa og Omega« = upphaf og endir). Ef höf. hefur þótt of hversdagslegt að brúka orðið upphaf, þá hefði legið nær að brúka »Ár« (nafnið á fyrsta stafhum í rúnastafrófinu forna), heldur en að vera að seilast suð- ur til Grikklands eftir nafni, sem fæstir Islendingar munu kannast við. En sem sagt, rostinn og tilgerðin eru á förum hjá G. F., og að það er að þakka unnustu hans og ástum fremur óllu Öðru, má sjá af þessari vísu (bls. 66—7): Ef þú með mér værir, vina, Óðar legði eg af mér hýðið vildir ganga út í stríðið: allan skrápinn, hjartans vina. Unnustan hefur orðið við tilmælum hans og hann hefur haldið loforð sitt. En áhrif unnustunnar eru enn víðtækari. Áður var G. F. van- trúarmaður, en hún hefur gert hann að trúmanni. Hann segir sjálfur, að »trúin hafi flúið sig í æskunni* (bls. 44) og að hann hafi þá týnt bæn bernsku sinnar (bls. 76). 1893 efast hann stórlega um að nokk- urt líf sé til eftir lífið hér á jörðunni (»ef gátu þeirrar ráðningu nokkur annars sér«, bls. 95; »en eitt er víst: það að engir brjóta um eilífð friðinn, sem dánir njóta« bls. 91). 1895 er efinn orðinn miklu minni {*ea ef til vill dagar þó eftir hinztu nótt«, bls. 12), en þó enn tals- verður og eins framan af árinu 1896 (»Annars heims i vonarveri — verði um nokkuð slíkt að gera«, bls. 107); en síðar á því ári virðist hann þó vera farinn að trúa á annað líf (bls 110). 1898 bólar þó enn á efanum (»Getur það verið: þú vakir?«, bls. 21), en trúin er þá samt orðin yfirsterkari (»Pií hlýtur að vaka«. »Ég sé að þú vakir«, bls. 21). Og það er engum blöðum um það að fletta, að það er unnustan, sem hefur gert hann trúaðan (»í*vf sýnileg imynd hins sannhelga guðs er sálin í elskunni minni«, bls. 44). Sama árið (1898) er hann koniinn svo langt, að hann getur beðið til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.