Eimreiðin - 01.01.1904, Blaðsíða 43
43
kom yfir, þá hefur bjarghellan, sem er yfir eldsjó þeim, sem ætla
verður að sé í iðrum jarðar undir Islandi, orðið fyrir mjög miklum
byltingum og umbrotum. Eftir það hafa öll móbergsfjöllin risið
upp, og eftir það hefur af brestum í bjarghellunni og landsigi
komið fram Suðurlandsundirlendið, mesta dældin á landinu.
Einmitt eftir að þetta tímabil hófst, hefur »undarlegt sam-
bland af frosti og funa«, skapað það Island, sem nú er.
HELGI PJETURSSON.
Unica noche.
Eftir C. M. NORMAN-HANSEN.
Nafn handa beztu vindlategundinni hans föður þíns — falleg-
asta nafnið, sem ég með nokkru móti get upp hugsað — það er
til nokkuð mikils mælst, pilturminn! Lof mér nú fyrst að reyna
vindilinn, svo skal ég segja þér, hvort hann á það skilið. Pví þú
skalt vita, að ég er ekki eins og prestarnir, sem skíra hvaða nafni,
sem heimtað er; — ég vil, að hver hlutur beri nafn með rentu
— og sama vakir líka fyrir honum pabba þínum, það er ég
viss um. —
Unica! — Var það ekki það, sem hann pabbi þinn sagði?
Nafnið átti að vera unica, minna mátti ekki gagn gera; — já,
ég held ég þekki hann föður þinn! Hann vill láta það vera al-
spænskt kvenmannsheiti, svo hann geti límt mynd á lokið á kass-
anum, prentaða með olíuprenti og feitum dráttum, t. d. kvenna-
búrs-blómarós á legubekk eða því um líkt. — En í þetta skifti
skulum við fara í kringum hann, piltur minn; — ekkert við kven-
fólk — ekkert við kvenfólk vill hvorugur okkar eiga!
Kveyktu þá á eldspýtu handa mér, drengur minn, og svo
skulum við sjá, hvaða veigur er í þessum unica hans föður þíns.
Parna í bókaskápnum, á milli bókanna og steinolíuvélarinnar, eru
eldspýtur, við hliðina á hnífnum mínum — já, það var rétt?
Já, þú og hann pabbi þinn halda, að nöfnin, sem ég bý til,
hrynji út úr höfðinu á mér eins og þegar hrist er úr poka. —
Pið hafið ekki hugmynd um, hve mikils virði hvert af þessum