Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Síða 74

Eimreiðin - 01.01.1904, Síða 74
74 munksins hefur síðan um margar aldir verið notuð til að grafast eftir því, sem í manninum býr. Sé hún notuð * réttilega, er hún sem net í hönd veiðimannsins. Eins og netið er lagt í hafið og dregur fiskana þaðan, þannig er sagan gjörð til að leggja hana í mannshjartað og draga syndirnar í ljós, svo þeim verði veitt mót- spyrna og þær yfirunnar. Pýtt hefur BJÖRG ÞORLÁKSDÓTTIR BLÖNDAL. íslenzk hringsjá. STÆRÐ ÍSLANDS. Prófessor í landafræði við háskólann í Göttingen, leynd- arstjórnarráð Hermann Wagner, sem áður hefur staðhæft, að flatarmál íslands sam- kvæmt réttum mælingum væri 104,785 □ rastir (kílómetrar) eða 1903 □ mflur, hefur nú í þýzka tímaritinu »Petermann’s Mitteilungen« skýrt frá, að við nýjar, einkar ná- kvæmar, mælingar, sem gerðar hafi verið undir umsjón hans af tveimur mönnum í rannsóknaskóla hans í landafræði, hafi niðurstaðan orðið sú, að hið rétta flatarmál landsins sé 103,000 □ rastir. Samkvæmt þessu er stærð landsins rúmum 30 □ mílum minni en hún hefur verið talin að undanförnu hin síðari árin, og því miklu nær því, sem áður var álitið, meðan flatarmál þess var talið 1867 □ mflur, sem munar litlu frá því rétta. Sé ekki farið strangt í mflnareikninginn og látið hlaupa á tugum virðist því mega telja flatarmál íslands um 1870 □ mflur. V G. ISLAND UND DIE FAROER von ALEXANDER BAUMGARTNER S. J. Dritte vermehrte Auflage. Freiburg im Breisgau 1902. Fyrsta útgáfa bókar þessarar kom út 1889 Og er það til marks um, hversu mikið mönnum hefur þótt til hennar koma og hversu vinsæl hún hefur orðið, að í fyrra kom hún út í þriðju útgáfu. í*að má líka með sanni segja, að bók þessi er bæði fróðleg mjög og skemtileg að lesa; höfundurinn hefúr haft glögt auga til að taka eftir því, sem fyrir hann bar, bæði í náttúru landa þeirra, er hann lýsir, og í lífi og háttum íbúanna, og hann hefur frábæra gáfu og stílslega snild til að gera lýsinguna aðlaðandi. Að öðru leyti er þessi ferðasaga partur úr stærra verki, »Nordische Fahrten Skizzen und Studien«. Það er ótrúlega mikið efni, sem dregið er saman í bók þessa, sem höf. hefur safnað með mikilli elju, og alt á sjálfstæðan hátt og með fullu valdi á að koma því í skipulega heild. — Að því er hið sögulega snertir verður eigi varið, að hann dregur nokkuð mikið taum kaþólskunnar hér á landi, fyr og síðar, og lítur hana gegnum heldur rósótt gler; það er að vísu ókostur, þó skiljanlegur sé ffá sjónarmiði höfúndarins. í bók þessari eru eigi fáar þýðingar af fsl. kvæðum, fornum og nýjum, og eru þær yfirleitt ágætar, enda leynir sér ekki í þeim frumleg skáldgáfa þýðandans, því

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.