Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Blaðsíða 53

Eimreiðin - 01.01.1904, Blaðsíða 53
53 Bjartsýni hans er óbilandi, hann heldur því föstu, hvað sem í móti mælir. Þegar hafísinn læsir höfhum og lokkar þessi orð af vörum skáldsins: Hundrað þúsund kumbla kirkjugarður, kuldalegt er voðaríki þitt, hræðilegi heljar-arður! hrolli slær um brjóstið mitt, þá bregður barnatrúin undir eins upp sinni björtu getgátu: Inst í þínu djúpi, undir dauðans fölva hjúpi leynist máske líf og hulin náð. Og hann spyr: Ertu, kannske, farg sem þrýstir fjöður fólgins lífs og dulins-kraftar elds? Hver veit? Og skyldi ekki að lokum orðin reynast sönn, að: sá er munr á sönnu og lygi: sannleiks-barn fær líf úr hjarni. Skyldi ekki trúin á möguleikana reynast um síðir sönn, af því hún skapar sjálf nýjan og betri veruleik? Bjartsýni Matthíasar kemur ekki sízt í Ijós í erfiljóðum hans. Ef- laust finst mörgum, sem þekt hafa suma þá menn, sem hann hefur kveðið eftir, að þeir sýnist meiri menn í erfidrápu skáldsins, en þeir voru í lifanda lífi. Það getur verið, því flestir líta aðeins á yfirborðið, en skáldið sér dýpra, hann skynjar andann, eygir hjartans leynilindir lífsins gegnum skuggamyndir. Matthías er einmitt slíkt aðdáanlegt erfiljóðaskáld, vegna þess, að honum er gefið að sjá, ef svo má að orði kveða, frumdrætti þess anda, sem hann yrkir um. Hann sér hæfileikana, hugsjónirnar, hvatirnar, sem bjuggu, oft eins og dulin fræ, inst í sálum þessara manna; og í ást hans, von og trú fær það alt vöxt og viðgang, eins og það væri flutt í frjórri jörð og undir geisla hlýrri sólar. Þannig verður myndin í huga hans fremur ímynd þess, sem mennirnir gátu orðið samkvæmt eðli sínu og upplagi, heldur en hins, sem þeir urðu í hrjóstri og harðviðr- um fósturjarðarinnar. Á þann hátt lifa sálir þeirra endurbornar í ljóðum skáldsins eins og lýsandi stjörnur. Ekkert skáld held ég eigi sér dýpri og víðari rætur í sögu vorri en Matthías; úr lindum hennar hefur andi hans teigað margan hollan drykk : Veit ég sagan öll er ýkt, efhið þó með speki vígt, fult með ramman Urðar-óð, örlög vor og hjartablóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.