Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Page 53

Eimreiðin - 01.01.1904, Page 53
53 Bjartsýni hans er óbilandi, hann heldur því föstu, hvað sem í móti mælir. Þegar hafísinn læsir höfnum og lokkar þessi orð af vörum skáldsins: • Hundrað þúsund kumbla kirkjugarður, kuldalegt er voðarlki þitt, hræðilegi heljar-arður! hrolli slær um brjóstið mitt, þá bregður bamatrúin undir eins upp sinni björtu getgátu: Inst í þínu djúpi, undir dauðans fölva hjúpi leynist máske líf og hulin náð. Gg hann spyr: Ertu, kannske, farg sem þrýstir fjöður fólgins lífs og dulins-kraftar elds? Hver veit? Og skyldi ekki að lokum orðin reynast sönn, að: sá er munr á sönnu og lygi: sannleiks-barn fær líf úr hjami. Skyldi ekki trúin á möguleikana reynast um síðir sönn, af því hún skapar sjálf nýjan og betri veruleik? Bjartsýni Matthíasar kemur ekki sízt í Ijós í erfiljóðum hans. Ef- laust finst mörgum, sem þekt hafa suma þá menn, sem hann hefur kveðið eftir, að þeir sýnist meiri menn í erfidrápu skáldsins, en þeir voru í lifanda lífi. Það getur verið, því flestir líta aðeins á yfirborðið, en skáldið sér dýpra, hann skynjar andann, eygir hjartans leynilindir lífsins gegnum skuggamyndir. Matthías er einmitt slíkt aðdáanlegt erfiljóðaskáld, vegna þess, að honum er gefið að sjá, ef svo má að orði kveða, fmmdrætti þess anda, sem hann yrkir um. Hann sér hæfileikana, hugsjónimar, hvatirnar, sem bjuggu, oft eins og dulin fræ, inst í sálum þessara manna; og í ást hans, von og trú fær það alt vöxt og viðgang, eins og það væri flutt í frjórri jörð og undir geisla hlýrri sólar. Þannig verður myndin í huga hans fremur ímynd þess, sem mennimir gátu orðið samkvæmt eðli sínu og upplagi, heldur en hins, sem þeir urðu í hrjóstri og harðviðr- um fósturjarðarinnar. Á þann hátt lifa sálir þeirra endurbomar í ljóðum skáldsins eins og lýsandi stjörnur. Ekkert skáld held ég eigi sér dýpri og víðari rætur í sögu vorri en Matthías; úr lindum hennar hefur andi hans teigað margan hollan drykk : Veit ég sagan öll er ýkt, efnið þó með speki vígt, fult með ramman Urðar-óð, örlög vor og hjartablóð.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.