Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Blaðsíða 50

Eimreiðin - 01.01.1904, Blaðsíða 50
jarðfræðislegum skilningi mjög forn bergtegund, en einmitt innan um hinar fornu bergtegundir finnast oft dýrmætir steinar og málm- ar. Pað sé fjarri mér, að vekja tálvonir um auð í fjöllunum á íslandi, en eitt vildi ég brýna fyrir öllum, sem um þau fara, að gæta sem bezt að öllum afbrigðilegum steintegundum, sem þeir finna. Allir dýrmætir málmar og steinar finnast í fyrst- unni á þann hátt, að vart verður við þá á yfirborðinu, þar sem meira kann að vera dýpra í jörð niðri. Einkum eru gildrög og lækjarfarvegir hneigð fyrir að opinbera leyndardómana. Móðir vor, jörðin, er ríkari en margur hyggur, og það er erfitt að gizka á hvar eða hvenær það kemur að henni að vera gjafmild. pt. Kaupmannahöfn í janúar 1904. G. M. R i t s j á. MATTHÍAS JOCHUMSSON: LJÓÐMÆLI I,—II. (Seyðisfirðí 1902—3). Varla er svo aumur íslendingur, að hann myndi eigi óska sér að eiga öll ljóðmæli Matthíasar Jochumssonar í vandaðri ótgáfu. Herra Davíð Östlund á því þökk og heiður skilið fyrir að hafa ráðist í að gefa almenningi kost á slíkum fjársjóði, og auðséð er, að hann gerir flest, sem í hans valdi stendur, til þess að útgáfan verði sem prýðilegust og höfundinum samboðin. Pappírinn er góður, letrið sjálft fagurt, en ekki er laust við, að það sé á einstöku stað lítið eitt máð og sumstaðar ögn klest; en varla er orð á því gerandi. Framan við fyrsta bindið eru tvær myndir af höfundinum, önnur frá 1872, hin tekin 1893. Auðséð er samt á þessari bók, eins og fleiru, sem gefið er út á íslandi, að hjá oss liggur ekki dauðahegning við prentvillum. Þær eru helzt til margar og margvíslegar. Leiðréttingar við 1. bindi eru heil blaðsíða og í 2. bindi er 3. flokkur talinn IV., og bls. 255 prentuð á undan bls. 254. Slíkt ætti ekki að sjást í neinni bók og sízt svo dýrmætri sem þessi er. Niðurröðun kvæðanna virðist mér all-ábótavant. í hvoru bindinu um sig er þeim raðað í flokka, einkum eftir því, á hvaða tímabili þau eru ort; en ekki er það gert með fullri samkvæmni; sum kvæðin hafa verið sett í flokk sér eftir öðrum einkennum, þannig er t. d. 4. flokk- ur í II. bindi »úr leikritum« og eru þar saman komin kvæði úr leik- ritum skáldsins frá ýmsum tfmum. Innan hvers flokks er tímaröðinni ekki fylgt og loks eru þýddu kvæðin sumpart í sérstökum flokkum, sumpart innan um frumsömdu kvæðin. Þetta gerir ljóðasafnið óhand- hægra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.