Eimreiðin - 01.01.1904, Blaðsíða 72
72
sjöunda dægrið, yrði hann að vaka önnur sex dægur; því hann
hélt að guð vildi svo vera láta. Nú var sjöunda dægrið næstum
liðið, án þess hann hefði getað sofnað, því margir sjúkir og sorg-
mæddir höfðu leitað hans. En þegar hann hafði sent þá alla frá
sér og ætlaði að fara að leggjast til svefns, sá hann brúðina koma
gangandi gegnum skóginn. Og hann hugsaði með sér: »Hvernig
á þessi ferðakona að komist yfir straumharða fljótið, sem bólgnaði
i^pp í nótt og ruddi af sér brúnni?« Síðan gekk hann frá hvílu
sinni, fylgdi henni niður að fljótinu og bar hana á herðum sér
yfir um. En þegar hann kom aftur til kofa síns, var svefntími
hans liðinn, og hann varð að vaka önnur sex dægur, vegna þess-
arar ókunnu konu. En hann iðraði þess ekki, því hún var gædd
svo miklum ljúfleik, að öllum, sem sáu hana, þótti vænt um að
leggja eitthvað á sig hennar vegna.
Loks komst brúðurin heim til elskhuga síns; en þá var hann
farinn inn í herbergi sitt og hafði skotið sterkum slagbröndum
fyrir dyrnar. Og þegar hún barði að dyrum, vildi hann ekki opna.
Pví hann hafði brugðið sverði, og ætlaði að fyrirfara sér.
Ungfrúin gat engu orði upp komið vegna angistar. En tár
hennar féllu í straumum niður á steingólfið og hann heyrði gegn-
um eikarhurðina, hversu hún grét. Og hann gat ekki fyrirfarið
sér, meðan hann heyrði þetta, svo hann opnaði dyrnar fyrir henni.
þá stóð hún þar frammi fyrir honum grátandi, og sagði hon-
um, hvernig sér hefði verið þröngvað. Og þegar hann sá, að
hann átti stöðugt ást hennar, lofaði hann henni að ráða sig ekki
af dögum. Pá hallaði hún sér að brjósti hans, og hann kysti
hana, og þau kendu samtímis allrar þeirrar sorgar, sem hjartað
getur rúmað.
Hann sagði við hana: »Nú verður þú að fara, því þú ert
kona annars manns«. Og hún svaraði: »Hvernig get ég það?«
Enn riddarinn, sem elskaði hana, sleit sig úr faðmi hennar og
sagði: Eg vil ekki gera þeim manni rangt til, sem leyfði þér að
koma til mín«. Síðan lét hann söðla tvo hesta og fylgdi henni
heim til föður hennar.-------
Alt þetta sagði munkurinn óvini mannkynsins, án þess að
vita, við hvern hann talaði.
Og svo spurði hann, hver þessara, sem hann hefði sagt hon-
um frá, honum fyndist hafa sýnt mesta sjálfsafneitun.
Eví munkurinn var vitur maður og vissi vel, að enginn er